Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 12

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 12
Frá uppfærslu „Herbergi 213“ í „The Open Space In SoHo“ — tilraunaleikhúsinu í New York. við fyrsta tækifæri sem mér byð- ist. Tækifærið bauðst núna í vetur hér hjá okkur í „Open Space“, en með því leikhúsi hef ég nú starfaó í tæp tvö ár. Hvernig var að setja verkið upp og hvernig líkaði leikurun- um við það? Þetta verk er mjög einfalt að uppbyggingu og þar af leiðandi var auðvelt að koma því upp, aðeins eitt sviö — dagstofan — og ekkert hlé, því okkur fannst leikritiö þess eðlis að þaö þyldi enga truflun. Leikurunum líkaói verkið vel og var það þeim ó- venjuleg reynsla, vegna þess að kvenhlutverkin voru fimm en karlmannshlutverk aðeins eitt, en ekki öfugt eins og venjan er. Aö vísu deildu þeir dálítið um það í fyrstu, hvert viðhorf Jökuls til kvennanna íverkinu væri. Þeir urðu fljótt sammála um aö Jökull væri allur kvenna megin og ef einhver þarfnaðist hjálþar og samúðar, voru það konurnar fimm. Okkur hefði heldur aldrei tekist að fá fimm konur til þess að leika í leikriti sem gerði lítið úr konum. Annaó sem hreif okkur var litanotkun Jökuls, fjólublár kokt- eill, gular rósir og grænn jakki. Fyrst í stað var ætlunin að hafa búninga og leikmynd í gráu, svörtu og hvítu, til að undirstrika þessa þrjá liti Jökuls. Einnig var hugmyndin að hafa dagstofuna veggjalausa svo húsgrindin sæ- ist og áhorfendur fengju á til- finninguna að þersónur leikrits- ins væru fastar í neti. En smám saman komumst viö að því aó venjuleg dagstofa meö venju- legri innréttingu hæfði verkinu best. Mér til undrunar og ánægju sögöu þeir íslendingar sem sáu okkar uþþsetningu að leiktjöld og þúningar væru líkir því sem þeir hefðu séð í uþpfærslum á leikritum Jökuls á (slandi. Það var kannski einmitt þessi venju- lega heimilismynd sem Jökull hafði í huga þótt það kæmi aldrei beint fram í handritinu. Hver urðu viðbrögð áhorf- enda? Við höföum almennar um- ræður eftir sýningu eitt kvöldió og kom þar margt skemmtilegt fram. Sumum fannst Jökull vera undir sterkum áhrifum frá Harold Pinter, aðrir sáu Strindberg í verkinu. Nokkrum fannst þaö vera gamaldags absurdismi og ekki eiga heima í leikhúsi sem þessu. En öllum kom saman um að leikritið hefði sett þá út af 10 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.