Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 20

Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 20
Gallerí Suðurgata 7 og tónlistarfélag MH bauð hingað í nóvembermánuði s. I. kvennahljómsveit- inni The Feminist Improvising Group. Hljómleik- arnir voru vel sóttir og áheyrendur virtust kunna vel að meta þessa nýjung í þreytulegu tónlistarlífi höf- uðborgarinnar. Tónlistin einkennist af tilraunum og tónleikarnir voru uppfullir af óvæntum uppákomum. Það á ekki bara við um nýstárlega notkun hljóðfæranna held- ur líka þá umgerð, sem óundirbúin leikræn tjáning var um tónlistina, og sambandið við áheyrendur, sem varbeinna og óþvingaðra en gengurog gerist. Húmorinn var allsráðandi. Þær virðast berjast markvisst gegn hvers kyns dulmögnun tónlistar- innar og listamannshlutverksins. ,, Við reynum að koma tilraunum okkar á framfæri án þess að losna úr tengslum við áheyrendur“, sagði Sally Potter í viðtali við Jafnréttissíðu Þjóðviljans. ,,Okkur langar ekkert til að lenda í einhverri einangraðri ,,avant garde“ aðstöðu, en við viljum heldur ekki snúa bakinu við þeim framförum sem verða á tónlistar- sviðinu. “ Og þeim tókst ágætlega að hrífa áheyr- endur inn í tónlistina, sem gerir raunar talsverðar kröfur til hlustandans. Allir eru meðlimirnir yfirlýstir feministar og hljómsveitin stofnuð til að sporna við karlveldinu í tónlistarheiminum og skapa hljóðfæraleikurunum aukinn starfsvettvang. Þvíverður hver að svara fyrir sig hvort feminísk lífsviðhorf þeirra hafa einhver bein áhrif á tónlistarsköpunina og hvort tónlist þeirra sé frábrugðin annarri spunatónlist í grund- vallaratriðum. Sjálfar eru þær ekki á einu máli um þetta atriði. Hins vegar hefur notkun þeirra á leik- rænni tjáningu og töluðu máli oft pólitískt inntak. Þær eru þó að því leyti ólíkar flestum flytjendum baráttutónlistar að framsæknin birtist ekki bara í textum heldur líka í sjálfu tónlistarforminu. Sú af- staða til tónlistar sem kemur fram í flutningi þeirra, m. a. hvernig þær vinna með hefðbundnar tónlist- arstíltegundir, má skoðast sem háð á hefðbundna vestræna tónlist, sem er reyndar tónlist karlveldis- ins. F.I.G. hefur nú nýlega gefið út kassettu með uþþtökum frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Reykjavík og hljómplata mun vera á leiðinni, þar sem líka verða verk af tónleikunum hér. Þær hafa ferðast víða um Evrópu undanfarna mánuði og hyggja á Ameríkuför. Þær halda þá ef til vill hljóm- leika hérá vesturleið. Hér fylgja nokkrar Ijósmyndir af hljómleikunum. Á.Ó., K.ÓI.

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.