Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 24

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 24
Bernard Malamud Svartholið Þýðendur: Einar Kárason Pétur Örn Björnsson Nokkur oró Nú á síðustu árum hefur vaknað mikill áhugi á amerískum nútímaskáldsögum, sérstaklega meðal ungs fólks. Ástæðurnar eru sjálfsagt ýmsar, unn- endur nútímabókmennta sem gefa sér einhvern tíma til lesturs eru fljótir að fullnýta innlenda fram- leiðslu og lítið er þýtt. Flestir eru hins vegar læsir á ensku og mikið úrval af bókum á því tungumáli til i bókaverslunum fyrir lítið verð. Síðan hafa þeir amerísku orðið vinsælastir af eftirstríðsárahöfund- um enda hefur merki skáldsögunnar ísamtímanum helst verið haldið á lofti af þeim. I Evrópu virðast hinar formalísku vangaveltur um skáldsöguna sem einkenndu umræðuna þar hafa lamað starf rithöf- unda á síðustu árum og áratugum og dregið úr þeim mátt. Hins vegar hefur hinn fjölbreytti flokkur rithöfunda í Ameríku náð miklum vinsældum, jafn- vel svo að hér uppi á klakanum eru stórir hópar ungs fólks sem helst sækja andlegt viðurværi til þeirra auk rokktónlistarinnar. Höfundar einsog Kurt Vonnegut, Jerzy Kosinski, William Burroughs, John Updike og fjölmargir fleiri hafa verið teknir í tölu spámanna. Það er mitt álit og annarra að- standenda þessa timarits að rétt sé að gefa þess- um litteratúr og þeim áhuga sem hann hefur vakið mikinn gaum með greinum og kynningum um þessa höfunda og sýnishornum af verkum þeirra. i nýlegu hefti Tímarits Máls og menningar var yfir- litsgrein eftir Sigurð A. Magnússon um bandaríska sagnaritun eftir stríð og var hún fróðleg svo langt sem hún náði þó hún væri lítið ýtarlegri en síma- skráin. í öðru tölublaði Svarts á hvítu var pistill eftir William Burroughs en hann tilheyrir beat-kynslóð- Þegar Tommi var tuttuguogníu var líf hans hundleiðinlegt þó hann forðaðist aö hugsa út í þaó. Það var ekki þara Rósa eða sjoppan sem þau ráku fyrir smáaurahagnað eöa hinir óþolandi löngu klukkutímar eða endalaus munnræpan viö að af- greiða sælgæti, sígarettur og kók, heldur þessi gubbupestartilfinning aö vera flæktur í gömlum mistökum. Sum þessi mistök hafði hann jafnvel gert áður en Rósa breytti Tona í Tomma. Þegar inni svokölluðu, en það er grúppa höfunda sem starfaði mest á 6. áratugnum og hafði mest áhrif á þeim 7. Auk Burroughs voru þar frægastir Allen Ginsberg og Jack Kerouac. Þessi hópur hefur vakið vaxandi áhuga hér á landi og mun birtast um hann grein í næsta hefti þessa tímarits. Höfundur þessarar sögu er Bernard Malamud. Hún er úr smásagnasafninu THE MAGIC BARREL (1959). Malamud er gyðingur einsog margir þess- ara amerísku höfunda, m. a. Saul Bellow en Mala- mud á mikið skylt með honum sem höfundur. Frægustu sögur Malamud eru THE ASSISTANT (1957), A NEW LIFE (1961), THE FIXER (1966) og síðast en ekki síst THE TENANTS sem kom út 1971 og hefur náð miklum vinsældum. Fyrir þessar sög- ur og fleiri hefur hann fengið rekka af verðlaunum, höfði það til einhverra. Malamud er fæddur i New York og hefur lengst af búið þar, m. a. í Harlem. Viðfangsefni bóka hans er mannlífið í þessu ver- aldarundri samtímans, stórborginni. En meðan Bellow fjallar meira um velklædda viðskiptamenn, kaupmenn og fræóimenn sem tala settlegt mál, og hefur eflaust átt drjúgan þátt í því að hann fékk nóbelinn, er Malamud meira í skúmaskotunum, bakhúsum og fátækrahverfum. Það er eyðilegt Ijós íglugga ístórri gamalli leigublokk sem á að fara að rifa, hvað skyldi vera að gerast þar? Hvað segja smákaupmenn í Harlem? Eða bakarar og pressarar í kjöllurum hliðargatna? Eða svertingjar, gyðingar og innflytjendur? I þessari sögu gægjumst við bak- við búðarborðið í sælgætissjoppuholu í fátækra- hverfi og kynnumst fólkinu sem afgreiðir: — ek. hann hét Toni var hann krakki sem átti sér marga drauma og framtíðaráform, sérstaklega þó um að koma sér út úr þessu mannmarga leigublokka- hverfi með emjandi krakkaskríl og bjánalegri fá- tækt. En allt hafði klúðrast fyrir honum áóur en hann gat farið. Þegar hann var sextán hætti hann í iónskólanum þar sem þeir voru að gera hann að skósmiði og slóst í hóp gæjanna á háu hælunum og með gráu hattana. Þeir höfðu nægan frítíma og nóg 22 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.