Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 25

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 25
af seðlum og þvældust í glæstum flokkum milli kjallarabúllanna svo allir sæju þá og reyndar gláptu allir. Þaö voru þeir sem keyptu expressó-kaffivél úr silfri og seinna sjónvarpið og þeir stóöu einnig fyrir pizzuveislum og redduðu píum. En að lenda í kompaníi með þeim og bílunum þeirra, sem leiddi til þjófnaðar úr áfengisverslun, var upphafið að öllu klandri hans. Til allrar lukku þekktust veðlánarinn sem leigði þeim og leiðtoginn í hverfinu og þeir redduöu málunum svo aö enginn ónáðaöi hann eftir það. En áður en hann vissi af og meðan hann var allur á nálum út af þessu veseni var pabbi hans farinn aö burgga einhver launráð með gamla manninum pabba hennar Rósu Agnelló á þá leið að Toni myndi giftast henni og aó tengdapabbinn myndi starta sælgætissjoppu handa þeim fyrir sparifé sitt svo þau gætu séð sér heiðarlega far- borða. Hann gaf skít í allar sjoppuholur og Rósa var allt of beinvaxin og venjuleg stelpugála fyrir hans smekk svo hann stakk af til Texas og þvældist um í hálfgeröu reiðileysi. Þegar hann kom aftur heim sögðu allir að það væri vegna Rósu og sjoppunnar. Það var allt ákveðið sem fyrr og þar sem hann sagði ekki nei var honum plantað bak við búðarborðið. Þannig hafði hann lent á Prince street í hverfinu. Hann vann frá átta á morgnána og næstum fram til miðnættis alla daga fyrir utan klukkutímapásu eftir hádegi þegar hann fór upp og fékk sér blund og þriðjudaga þegar sjoppan var lokuð, þá svaf hann meira og fór einn á bíó um kvöldið. Núna var hann alltaf of þreyttur til aó gera áætlanir en einu sinni varð hann sér úti um aukaskildinga á laun með sprúttsölu á vegum einhverrar klíku í hverfinu. Af því hafði hann sæmilegan hagnað og tókst þannig að safna fimmtíuogfimm dollurum sem Rósa vissi ekkert um. En svo var flett ofan af klíkunni í ein- hverju dagblaði og hún hvarf meö sína verslun. I annaó skipti, þegar Rósa var hjá mömmu sinni, tók hann sénsinn og leyfði þeim aö setja inn til sín spilakassa sem hefði getað tryggt honum sæmi- lega skiptimynt ef hann heföi hann nógu lengi. Náttúrlega var honum Ijóst að hann gæti ekki falið spilakassann fyrir henni svo að þegar hún kom og byrjaði að öskra um leió og hún sá kassann var hann rólegur og við öllu búinn og öskraöi ekki einu sinni á móti. Hann reyndi að útskýra fyrir henni aö þetta væri ekki raunverulegt fjárhættuspil því allir fengju eitthvað fyrir sinn snúð þegar þeir settu pening í kassann. Einnig að kassinn myndi útvega þeim nokkra aukadollara fyrir sjónvarpi svo hann þyrfti ekki framar að fara á barinn til að horfa á íþróttirnar, en Rósa lét ekki af gauraganginum fyrren pabbi hennar kom inn öskrandi að hann væri glæpamaður og mölvaði kassann með rörtöng. Daginn eftir gerði löggan skyndileit aö svona spilakössum og sektaði alla sem þeir fundust hjá. Enda þótt sjoppan hans Tomma væri sú eina í ná- grenninu sem ekki hafði neinn svona kassa leið honum lengi illa út af honum. Morgnarnir höföu yfirleitt veriö besti tími dagsins því þá var Rósa uppi aö gera hreint og þarsem fáir komu í sjoppuna fram til hádegis gat hann setið einn í rólegheitum á kókkössunum og stangað úr tönnunum meðan hann leit í blöðin eða kjaftað við einhvern af gömlu félögunum úr kjallarabúlluklík- unni, sem hafði slysast inn eftir sígarettum um hinn eða þennan veðhlaupahestinn eða hvernig gengi í getraununum; eða bara setið þarna einn og sötrað kaffi og hugsað um hversu langt hann kæmist fyrir fimmtíuogfimm dollarana sem hann hafði falið niðrí kjallara. Venjulega lióu morgnarnir þannig en eftir spilakassahavaríið angaöi dagurinn allur af fýlu sem Tommi rann saman við. Tíminn rotnaöi innra meö honum og það eina sem hann gat hugsaó um allan morguninn var að komast í eftirmiödagslúrinn og svo myndi hann vakna með hráslagalegt hug- boð um langt kvöldið sem hann ætti í vændum meðan aðrir geröu nákvæmlega það sem þeim sýndist. Hann formælti sjoppunni og Rósu og sínu óhamingjusama lífi frá upphafi. Það var einn af þessum slæmu morgnum að tíu- ára stelpa úr næstu blokk kom inn og bað um tvær rúllur af klósettpappír, eina rauöa og eina gula. Hann langaði til að segja henni að fara til andskot- ans og láta sig í friði en fór þess í stað nauðugur bakvið. Það var ein af þessum snjöllu hugmyndum Rósu aö geyma draslið þar. Hann var dreginn áfram af krafti vanans því stelpan haföi komið á hverjum mánudegi allt sumarið eftir þessu sama vegna þess að mamma hennar, kelling meö stein- andlit sem leit út einsog hún væri sjálf völd að ekkjudómi sínum, passaöi nokkra smákrakka eftir skóla og skaffaði þeim pappír til að klippa út dúkkulísur og fleira þvíumlíkt. Hann vissi ekki hvað stelpan hét en hún líktist móður sinni nema hvað hún hafði ekki eins hvassa andlitsdrætti og hún var mjög Ijós á hörund og meö dökk augu. Hún var frekar ófríður krakki og leit út fyrir að verða enn ófríðari um tvítugt. Hann haföi tekið eftir því að þegar hann fór að ná í pappírinn var hún alltaf kyrr frammi einsog hún óttaðist dimmuna bakvið, þrátt- fyrir að hann geymdi skrípómyndablöðin þar og þyrfti að reka flesta hina krakkana frá þeim með harðri hendi, og því að þegar hann kom meó pappírinn virtist sem hún fölnaði og augu hennar gljáðu. Þvínæst rétti hún honum alltaf tvo volga peninga og fór út án þess aö líta við. Það vildi svo til að Rósa, sem engum treysti, hafði komið fyrir spegli á bakveggnum og þegar Tommi opnaði skúffuna, þennan mánudagsmorgunn í vanlíðan sinni, til að ná í pappírinn handa stelpunni varð honum litið í spegilinn og það sem hann sá var líkast því að hann væri að dreyma. Stelpan var horfin en hvít hönd sást seilast í sælgætishilluna eftir súkkulaðistykkjum og síðan sást hún framan viö afgreiðsluborðið og beið þar sakleysisleg. Fyrst langaði hann til að grípa um háls hennar og hrista þangaó til hún færi aö æla. En þá sem oftar varð honum hugsaö til þess er Doddi frændi hans var fyrir mörgum árum vanur að taka Tona, einan af öllum krökkunum, með sér á krabbaveiðar í Flóan- um. Eina nóttina fóru þeir og hentu víragildrunum í vatniö og eftir dálitla stund drógu þeir þær upp og í einni vargrænn krabbi. I þeim svifum birtist búldu- SVART Á HVÍTU 23

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.