Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 27

Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 27
Hann hugsaði um lífið. í rauninni fékkstu aldrei það sem þú vildir. Alveg sama hversu mikió þú reyndir gerðirðu alltaf mistök sem þú gast ekki losað þig úr. Þú sást aldrei himininn eða hafið vegna þess að þú varst ífangelsi, sem reyndar enginn kallaði fangelsi og þó þú gerðir það skildu þau ekki um hvaó þú varst að tala, eða þóttust ekki skiija þaö. Það lagð- ist á hann drungi. Hann lá hreyfingarlaus án þess að hugsa eða vorkenna sjálfum sér og öðrum. En þegar hann fór loksins niður, hlakkandi yfir því að Rósa hafði leyft honum að vera svona lengi frá, án þess að nöldra, var fólk í sjoppunni og hann heyrði skrækina í Rósu. Meðan hann var að troðast áfram í gegnum þvöguna sá hann sér til skelfingar að Rósa hafði gripið stelpuna glóðvolga, með súkkulaðið, og hristi hana svo harkalega að höfuð krakkans dinglaði einsog blaóra á priki. Með for- mælingar á vörum þreif hann í Rósu og reif hana frá stelpunni, sem var skelfingin uppmáluð. „Hver djöfullinn gengur á,“ hrópaði hann til Rósu, „ætlarðu að drepa hana?“ ,,Hún er þjófur,“ æpti Rósa. „Haltu þér saman.“ Hann sló hana til aö binda endi á öskur hennar en höggið var þyngra en hann hafði ætlað sér. Rósa datt afturábak meó andköfum. Hún rak ekki uþp bofs en horfði ringluð á fólkið í kringum sig, reyndi að brosa og allir viðstaddir sáu blóðflekki á tönnunum. „Faröu heirn," sagði Tommi við stelpuna, en í sömu svipan varð ys og þys við dyrnar og mamma hennar kom inn í sjoppuna. „Hvað skeði?" spurói hún. „Hún stal sælgætinu mínu," æpti Rósa. „Ég leyfði henni að taka það," sagði Tommi. Rósa góndi á hann einsog hún hefði verið slegin aftur en síðan komu grátviþrur um munninn og hún fór aó kjökra. „Þú áttir að fá annað stykkið mamma," sagði stelpan. Mamma hennar sló hana harkalega í andlitið. „Þú litla þjófstík, nú verða sko hendurnar á þér brenndar." Hún hremmdi stelpuna sneri uppá handlegg hennar og dró hana á eftir sér. Eins og í afkáraleg- um dansi hrasaði stelpan og þeyttist áfram en við dyrnar tókst henni að snúa fölu andlitinu við og reka framan í hann rauða tunguna. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu tímaritsins: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Símar: 1880 og 13135 Nesco hf. Laugavegi 10. Símar: 27788 og 27742 Mál og menning, Laugavegi 18. Símar: 24240 og 24241 Safiwinnubankinn SVART Á HVÍTU 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.