Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 40

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 40
Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndavaran Fyrri hluti Grein þessi er unnin uppúr vinnublöðum kvikmyndavís- indahóps Norræna sumarhá- skólans sem í voru auk undirrit- aðs Júlíana Gottskálksdóttir og Þorsteinn Jónsson. Undirritað- ur hefur búið efni þetta til prent- unar í Svart á hvítu með þeirra samþykki. Flestar upplýsingar sem fram koma í greininni eru fengnar úr bók Peter Báchlin „Der Film Als Ware“ og segja má að sá hluti greinarinnar sem nú birtist sé úrdráttur úr áður- nefndri bók. Þessi bók kom út í Þýskalandi 1945 en þykir enn þann dag í dag sígilt verk í kvik- myndaþjóðfélagsfræði. Varla er skrifuð grein um vörueinkenni kvikmyndarinnar án þess að bók þessi sé notuð til grund- vallar. Því er ekki að neita að margt sem hér er sett fram hefur breyst í tímans rás en í seinni hluta greinarinnar sem væntan- lega birtist í næsta tölublaði verður nánar farið út í þá sálma og þráðurinn tekinn upp þar sem hér er frá horfið. Uppfinning Ijósmyndatækn- innar var fyrsta skrefið til eðli- legrar upptöku á raunveruleik- anum. Frekari þróun á þeirri tækni sem lá til grundvallar Ijós- myndinni leiddi af sér nýjan fjöl- miðil, kvikmyndina. Kvikmyndin gerði mögulega samfellda sýn- ingu fyrir fjölda manns samtímis auk annarra möguleika sem hún hafði til að bera fram yfir Ijós- myndina. í upphafi var ferðabíó- ið hagkvæmasta formið fyrir kvikmyndasýningar. Ferðabíóin keyptu filmur sínar beint frá kvikmyndaframleiöendum á metraverði. Það hafði aðeins ör- fáar kvikmyndir í umferð í einu og nýjar filmur voru ekki teknar í notkun fyrr en þær gömlu voru orðnar ónýtar af sliti. I Evrópu tíðkaðist þessi dreifingaraðferð aöallega á árunum 1896— 1907. í byrjun voru þetta frétta- myndir, náttúrumyndir eða myndir með léttu skemmtiefni. Stuttu eftir aldamótin koma fram 4—8 mín. langar skemmtimyndir og stuttir sorgarleikir. Framleið- endum líkaði illa þaö fyrirkomu- lag að selja bíóunum filmueintök kvikmynda sinna því að markaó- urinn mettaðist smám saman og þeim reyndist illgerlegt að selja myndir sínar. Þannig skapaöist þörf fyrir dreifingarfyrirtæki og kvikmyndaleigur. Stóru kvik- myndahúsin í borgunum voru fyrsti vísirinn að því fyrirkomu- lagi. Þau leigðu filmueintök sín eftir notkun til smærri staöa í nágrenni viö sig. Hringamyndanir Á árunum 1907—1909 komu í Ijós fyrstu tilhneigingar til hringamyndunar. Stór fram- leiðslufyrirtæki reyndu aö ná tökum á dreifingarfyrirtækjum og bíóhúsum til þess að tryggja markað fyrir myndir sínar. Aug- Diskur fyrir Phenakistoscope Plateau 1835. 38 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.