Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 40

Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 40
Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndavaran Fyrri hluti Grein þessi er unnin uppúr vinnublöðum kvikmyndavís- indahóps Norræna sumarhá- skólans sem í voru auk undirrit- aðs Júlíana Gottskálksdóttir og Þorsteinn Jónsson. Undirritað- ur hefur búið efni þetta til prent- unar í Svart á hvítu með þeirra samþykki. Flestar upplýsingar sem fram koma í greininni eru fengnar úr bók Peter Báchlin „Der Film Als Ware“ og segja má að sá hluti greinarinnar sem nú birtist sé úrdráttur úr áður- nefndri bók. Þessi bók kom út í Þýskalandi 1945 en þykir enn þann dag í dag sígilt verk í kvik- myndaþjóðfélagsfræði. Varla er skrifuð grein um vörueinkenni kvikmyndarinnar án þess að bók þessi sé notuð til grund- vallar. Því er ekki að neita að margt sem hér er sett fram hefur breyst í tímans rás en í seinni hluta greinarinnar sem væntan- lega birtist í næsta tölublaði verður nánar farið út í þá sálma og þráðurinn tekinn upp þar sem hér er frá horfið. Uppfinning Ijósmyndatækn- innar var fyrsta skrefið til eðli- legrar upptöku á raunveruleik- anum. Frekari þróun á þeirri tækni sem lá til grundvallar Ijós- myndinni leiddi af sér nýjan fjöl- miðil, kvikmyndina. Kvikmyndin gerði mögulega samfellda sýn- ingu fyrir fjölda manns samtímis auk annarra möguleika sem hún hafði til að bera fram yfir Ijós- myndina. í upphafi var ferðabíó- ið hagkvæmasta formið fyrir kvikmyndasýningar. Ferðabíóin keyptu filmur sínar beint frá kvikmyndaframleiöendum á metraverði. Það hafði aðeins ör- fáar kvikmyndir í umferð í einu og nýjar filmur voru ekki teknar í notkun fyrr en þær gömlu voru orðnar ónýtar af sliti. I Evrópu tíðkaðist þessi dreifingaraðferð aöallega á árunum 1896— 1907. í byrjun voru þetta frétta- myndir, náttúrumyndir eða myndir með léttu skemmtiefni. Stuttu eftir aldamótin koma fram 4—8 mín. langar skemmtimyndir og stuttir sorgarleikir. Framleið- endum líkaði illa þaö fyrirkomu- lag að selja bíóunum filmueintök kvikmynda sinna því að markaó- urinn mettaðist smám saman og þeim reyndist illgerlegt að selja myndir sínar. Þannig skapaöist þörf fyrir dreifingarfyrirtæki og kvikmyndaleigur. Stóru kvik- myndahúsin í borgunum voru fyrsti vísirinn að því fyrirkomu- lagi. Þau leigðu filmueintök sín eftir notkun til smærri staöa í nágrenni viö sig. Hringamyndanir Á árunum 1907—1909 komu í Ijós fyrstu tilhneigingar til hringamyndunar. Stór fram- leiðslufyrirtæki reyndu aö ná tökum á dreifingarfyrirtækjum og bíóhúsum til þess að tryggja markað fyrir myndir sínar. Aug- Diskur fyrir Phenakistoscope Plateau 1835. 38 SVART Á HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.