Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 45

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 45
ræðingu í framleiðslunni er draga skyldi úr kostnaði. Geröir voru framhaldsmyndaflokkar og biliö á milli skipulagningar verksins og úrvinnslu þess var breikkað. Kvikmyndagerðar- mennirnir urðu ósjálfstæðir vegna aukins eftirlits sem fram- kvæmt var af sérstöku starfs- fólki. Þekking og geta leikstjór- anna var eins lítið notuð og hægt var og framleiðslan stefndi að- eins að því að ná fyrirfram ákveðnu stöðluðu gildi. Þessi stefna leiddi til þess að afurðir framleióslunnar reyndust geldar klisjukenndar kvikmyndir sem fullnægðu ekki kröfum áhorf- enda. Þetta jók enn á kreppuna sem þá ríkti. Hinn kunni leikstjóri Frank Capra hefur látið hafa eftir sér að þaö séu aðeins örfáir leikstjórar í Hollywood sem hafi frelsi til þess aö vinna á listræn- an hátt. Erfiðleikar kvikmynda- framleiðenda eru því fólgnir í aö finna meðalveg milli einstakl- ingsbundins kvikmyndasmekks og staölaðrar kvikmyndafram- leiöslu sinnar. „Little Caesar" (1930), ein fyrsta glæpamyndin; hún varð síðar fyrirmynd að mörgum slíkum. Stjörnukerfið Kvikmyndastjarnan hefur reynst öruggasta tryggingin fyrir velgengni framleiöslunnar. Með því að beina áhuga neytenda aö vinsælum leikurum hefur þaö jafnframt verið tryggt að þær kvikmyndir sem viðkomandi leikarar leiki í seljist vel. Að- dráttarafl stjörnunnar eru að nokkru leyti háð því að ekki séu of margar á lofti. Stjarnan tryggir stöðugt sölugildi í þeim myndum sem hún leikur í. Þessi stað- reynd er framleiðendum fullljós og þeir reyna með öllum hugs- anlegum ráðum að tryggja vin- sældir leikara sinna eins lengi og mögulegt er. Þess vegna eru þaö ekki hæfileikar leikarans sem listamanns sem varöa fram- leiðendur mestu heldur hversu mikið hann aflar fyrirtækinu í peningum. Laun leikara ákvarð- ast af sölugildi þeirra. Framleió- andinn sér þaö á tekjum hinna ýmsu kvikmynda sem viðkom- andi leikari hefur leikiö í. Hin öra hækkun á launum leikara og Kvikmyndastjarna. B. .^fll Evi mM < 1'M SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.