Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 47

Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 47
Tarzan-myndirnar eru gott dæml um staðlað efni framhaldskvikmynda. síðustu ára eru fulltrúar hins breyska mannssem fólkið þekk- ir. Þegar reynt er að varpa dýrð- arljóma á leikara þá er einkalíf hans notað til þess. Þannig setja vörueinkennin ekki aðeins mark sitt á kvikmyndagerðina heldur einnig á lífsvenjur kvikmynda- stjörnunnar sem oftast er samn- ingsbundin um einkalíf sitt. Ef leikari hefur slegið í gegn í einhverju ákveðnu hlutverki er honum skipað í svipað hlutverk í næstu myndum án tillits tii ann- arra hæfileika sem hann kann aö búa yfir. Leikarinn er þannig sérhæfður í túlkun ákveðinnar persónu. Með þessu erdregið úr áhættunni og salan tryggð. Þessi sérhæfing veldur því að leikarar túlka eingöngu ákveðn- ar manngerðir s. s. smáborgara, lögreglumenn, sölumenn og kúreka. Stöðlunin á manngerð- um takmarkast ekki eingöngu við aðalhlutverk, jafnvel í auka- hlutverkum koma fyrir staölaðar manngeröir með persónuein- kenni sem áhorfandanum finnst dæmigerð. Alls staöar þar sem kvikmyndageró er stunduö að nokkru marki hafa þróast sér- stakar manngerðir sem eru svo ópersónulegar að tekið er eftir því. Hér er átt við þjóninn, lækn- inn, blaðamanninn, dómarann o. s. frv. Kvikmyndaefnið Erfiðleikar við að ákveða þarfir neytenda sem stöðugt eru að breytast hafa leitt til þess að framleiðendur vilja helst efni til kvikmyndunar sem þegar hefur sannað sölumöguleika sína í öðru formi eins og bókaformi, á leiksviði, í útvarpi eða í blöðum. Því dýrari sem gerö myndar er, þeim mun nauósynlegri er slík framleiðslutrygging. Þess vegna tryggja voldugustu framleiðslu- fyrirtækin sér kvikmyndatöku- réttinn á þekktum verkum. Kvik- myndun þekkts verks hefur aftur áhrif á sölu þess í fyrra formi. Þannig á sér staö víxlverkun sem kemur báöum aöiljum til góða. Framleiðendur taka sérlega eftir metsölubókum og einnig hvaða bækur eru mest lesnar á bóka- söfnum. Það hefur sýnt sig að stóru kvikmyndasamsteypurnar taka frekar handrit sem byggja á skáldsögum eða leikritum held- ur en frumsamin handrit. Enda þótt það sé áhættusamt að setja á svið leikrit, þá er fjárhags- áhætta meiri við gerö kvikmynd- ar. Amerísku kvikmyndafram- leiðendurnir hafa því lagt fjár- magn í leiksýningar til þess að reyna nýtt efni á áhorfendum og einnig til þess að koma nýjum leikurum á framfæri. Þessi sam- vinna leikhúss og kvikmynda hefur haft það í för með sér að mörg leikrit eru skrifuð með kvikmyndun í huga, á þann hátt færast vörueinkenni kvikmynd- arinnar einnig yfir á leiksviðið. Stöölun myndanna sjálfra reyndist einnig vænleg leiö til þess að draga úr áhættunni og auka gróðann. Á tímum þöglu myndanna þróaðist ein gerð kvikmynda sem sýndi augljós- lega hversu háður kvikmynda- iðnaöurinn er stöðugri sölu þ. e. a. s. framhaldsmyndirnar. En til þess að geta fylgt söguþræðin- um varð áhorfandinn að sjá allar myndirnar. Til sama flokks kvik- mynda má einnig telja mynda- flokka, þar sem hver mynd er lokuð heild, en leikarar og per- sónur þær sömu og söguþráö- urinn svipaður í öllum myndun- um. Þessir fastmótuðu mynda- flokkar bjóða framleiðendum upp á mikla möguleika í hag- ræöingu vegna þess að þeir geta látið staðla alla þætti fram- leiðslunnar allt frá handritagerð til lokaþáttar vinnslunnar. Það er því engin tilviljun að slíkir þættir eru algengasta form skemmti- efnis í sjónvarpi nú á dögum og lesandanum til nánari glöggv- unar má benda á grein um sjón- varpsmyndaflokkinn Mac Cloud sem birtist í Svart á hvítu, 1. tbl. 2. árg. Frá framhaldskvikmyndum, (seríum) með keimlíku efni, er skrefið ekki langt til kvik- mynda um nákvæmlega sama efnið. Það er að taka aftur gaml- ar myndir sem áður hafa notið vinsælda. Á þeim tíma sem líður frá töku kvikmyndanna bætast við neytendur sem hafa ekki séð fyrri útgáfuna og auk þess er gert ráö fyrir að þeir neytendur sem sáu fyrri útgáfuna verði að sjá hana aftur eftir svo og svo langan tíma. Nærri því allar þöglar kvikmyndir sem náðu vinsældum hafa verið kvik- myndaðar aftur. I' þessu sam- bandi má nefna myndir eins og Greifann af Monte Cristo sem hefur verið kvikmynduö þrisvar sinnum. Notagildi kvikmynda Kvikmyndavaran hefur marg- þætt notagildi. Hana má nota til fræðslu, skemmtunar, afþrey- ingar og síðast en ekki síst sem SVART A HVlTU 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.