Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 48

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 48
listrænan miðil. Hver kvikmynd höfðar til stórs hóps fólks meö mismunandi andlegar þarfir. Framleiðandi kvikmyndar spyr því sjálfan sig, hvaða þarfir hann eigi að koma á móts viö. Fram- leiðsla auðvaldsins sækist eftir arði sem krefst aó kvikmyndin eigi aóallega aö fullnægja þeim þörfum sem sameiginlegar eru flestum neytendum. Meö því aö bera saman tekjur af einstakri kvikmynd getur kvikmyndafram- leiðandinn staöfest hvers konar kvikmynd fullnægi sem flestum. Samkvæmt ungverska kvik- myndafræöingnum Bela Balazs höfóar evrópskur og bandarísk- ur kvikmyndaiónaður hug- myndafræðilega til smáborgar- ans. Aðalrök fyrir þessari skoð- un sinni telur Balazs vera aö smáborgarinn hafi enga stéttar- vitund og hafni því ekki þeim hlutum sem séu efnahagslega og félagslega andstæðir honum. Smáborgarar eru einnig stærsti neytendahópurinn vegna þess að hugsunarhátt þeirra er einnig aö finna í verkalýðsstétt, menntamannastétt og borgara- stétt. Án þess aö farió sé nánar út í þetta atriði má slá því föstu að kvikmyndaiðnaðurinn staölar vöru sína markvisst að meöal- mennskunni, hvaö varóar form og inntak. Þegar vikið er aö þessari stöðluöu línu er það ein- ungis til þess aó stækka mark- aðinn sem allra mest. Það gefur auga leiö aö þarfir neytenda á ólíkum menningar- svæðum eru æði misjafnar vegna frábrugðinna lífskjara. Þetta á jafnvel við þótt hug- myndaheimur stærstu hópanna sé svipaður. Ef kvikmyndavara á aö vera alþjóöleg verður allur mismunur á milli menningar- svæöa að hverfa og í staöinn er reynt að stuðla aö andlegri jöfn- un. Þar sem kvikmyndavaran sameinar smekk og eftirspurn er hún voldugt tæki í þjónustu fjöldaframleiðslu auðvaldsins vegna þess að hún staólar og eykur neyslu fólks á öðrum vörutegundum. Bandarísk kvikmyndaframteiðsla fer ekki í manngreinarálit. Áhrif kvikmynda Kvikmyndaframleiðsla auð- valdsins slær ryki í augu fjöld- ans. Kvikmyndirnar stuðla að því aö festa ríkjandi hugmyndafræði í sessi ásamt ríkjandi ástandi í félags- og stjórnmálum. Eða eins og þekktur bandarískur leikstjóri Cecil B. DeMille sagói um hinar svokölluöu ópólitísku kvikmyndir frá Hollywood að þær væru frábær aðferð til þess aö útbreiða upplýsingar um bandaríska hugsun og lífsstíl. ,,0n the Waterfront" með Marlon Brando; þjóðfélagsgagnrýni gerð að söluvöru. 46 SVART Á HVITU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.