Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 49

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 49
Þess vegna er hægt aö halda því fram aö Hollywood myndirnar séu áhrifaríkustu kvikmyndir sem framleiddar séu frá pólitísku sjónarmiði því þær halda fólkinu frá afskiptum af stjórnmálum. Einnig er hægt aö halda því fram að þær vísi veginn til félagslegs réttlætis vegna þess aö þær sýna svo vel muninn milli ríkra og fátækra. I rauninni er erfitt aö mæla pólitísk áhrif kvikmynda því þau fara eftir félagslegum aöstæöum á hverjum staö. Kvik- mynd sem á einu svæöi hefur róttæk áhrif hefur íhaldssöm á- hrif á ööru svæöi. Þetta er ein- mitt ástæöan fyrir þeirri hug- myndastöólun í bandarískum kvikmyndum sem dreift er um víöa veröld. Viljinn til þjóöfé- lagslegra breytinga er þó stund- um gerður aö viðfangsefni í kvikmynd til þess aö græöa á því. Þess er þá vandlega gætt að vitundin nái ekki því marki að viljinn til róttækra samfélags- breytinga vakni. Þannig er möguleikinn til aö vekja vitund fólks meö kvikmyndum tak- markaður vegna hagsmuna ríkj- andi stétta. Af þessum ástæðum eru pólitík, félagsleg og andleg málefni líðandi stundar færö í sögulegan búning þar sem þau eru síður brennandi. Kvikmynd- irnar eru jafnvel látnar gerast á þeim sviðum þjóöfélagsins sem áhorfendur hafa ekkert beint samband við. Erfiöleikar áhorf- enda viö aö þekkja sjálfan sig í persónum kvikmyndanna eru enn meiri í Ijósi þess aö almenn vandamál eru sýnd sem undan- tekningar sem tilheyra fólki sem lifir fyrir utan samfélagiö. Einnig er lausn vandans oft fölsuð á þann hátt aö lausnin er ávallt í samræmi viö ríkjandi hugmynd- ir. Siðfræði kvikmynda Til að særa ekki þjóðernislegar og trúarlegar tilfinningar, ríkj- andi siöi og venjur ásamt stjórn- málastefnum og til þess aö komast hjá afskiptum utanaö- komandi aöila af kvikmyndaión- aöinum kom samsteypan sjálf reglu á starfsemi sína. 1922 var stofnaó samband kvikmynda- framleiöenda og dreifingaraðila ,,Motion Picture Producers and Distributors Association" undir stjórn Will Hays. Auk hags- munamála önnuðust samtökin siöfræðilegu hliö framleiöslunn- ar. Eins konar skjal var samió sem nefnt var framleiöslukvóti, en þar stóö hvaó mætti og hvaö ekki. Þrjár höfuðreglurnar hljóð- uðu þannig: 1. Ekki skulu geröar kvikmyndir sem gætu minnkað siöferöisþrek áhorfandans. 2. Aðeins má sýna ,,heilbrigöa lifn- aöarhætti1' og þess skal gætt aö niðurlægja ekki stofnanir sam- félagsins þ. e. a. s. fjölskylduna, kirkju, valdhafa o. s. frv. 3. Hvorki má niðurlægja lög sam- félagsins né skapa samúö meö lögbrjótum. Jafnvel þótt regl- urnar gæfu tilefni til túlkana kom í Ijós aó þær voru mjög sterkt tæki til þess aö draga úr áhættu í framleiðslu og sölu. Þennan framleiðslukvóta var farið aö nota skömmu eftir 1930. Bæöi efnisval og vinnsla ým- issa viðfangsefna aölagast markaöinum hverju sinni. Þegar Hollywood tók aö snúa sér í rík- ara mæli aö suóurameríska markaðinum eftir 1938 til þess að bæta upp útflutningshallann í Evrópu og Japan vegna síðari heimsstyrjaldarinnar, birtust í myndunum æruveröugir suöur- amerískir borgarar og kaup- sýslumenn sem gáfu bandarísk- um kollegum sínum ekkert eftir hvaö varöaöi siði og lifnaðar- hætti. En áöur höföu suðurame- ríkumenn veriö sýndir sem ófyr- irleitnir glæpamenn. Kvikmynd- um sem áttu aó gerast í þessum heimshluta var þannig tryggö sala. Á þessu tímabili urðu til kvikmyndir eins og A Night in Rio, Down Argentine Way, Salu- dor Amigos o. fl. Áróður skemmti- kvikmynda I þeim löndum þar sem fram- leiðslan er ekki í höndum ríkisins halda framleiðendur fram form- úlunni aö kvikmynd sé jafnt og skemmtun. Meö því koma þeir í veg fyrir að kvikmyndin sé notuð sem heimild um raunveruleikann eöa sem hreinn pólitískur áróö- ur. í þessu felst flótti frá raun- veruleikanum sem kvikmynda- framleiðsla á okkar tímum ber keim af, þ. e. a. s. hin svokallaða skemmtikvikmynd. Meövitaö eöa ómeðvitað stuðlar hún að því að festa ríkjandi þjóöskipu- lag enn betur í sessi. WM • * i II / m Hlutverk kvikmyndaeftirllts er að vernda siðferðistilfinningar neytandans. SVART Á HViTU 47

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.