Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 51

Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 51
Hans Magnus Enzensberger Björn Jónasson þýddi Drög að fjölmiðlafræðum Hans Magnus Enzensberger er Þjóðverji. Hann fæddist árið 1929 og ólst upp í Nurnberg. Hann lagði stund á bókmennta- fræði, tungumál og heimspeki við ýmsa háskóla íÞýskalandi og Frakklandi, auk þess sem hann var um skeið kennari við há- skólann í Frankfurt. Hann hefur unnið sér orð fyrir Ijóðagerð, ennfremur hefur hann samið verk fyrir útvarp, skrifað heim- ildarverk og stundað fræðistörf. Hann hefur síðan árið 1965 staðið fyrir útgáfu tímaritsins Kursbuch og þar birtist eftirfar- andi grein, undir heitinu: ..Baukasten zur Theorie der Medien". Þýðing sú sem hér birtist er byggð á enskri og danskri þýð- ingu. Ýmsir urðu til að lesa þýðing- una yfir og eiga Árni Óskarsson, Halldór Guðmundsson, Kristín Ólafsdóttir og Ögmundur Jón- asson einkum þakkir skildar. H. M. Enzenberger. Ef ykkur þykir þetta vera loftkastalar þá bið ég ykkur aö athuga hvers vegna. Brecht / Radiotheorie. 1. Þróun fjölmiöla sem byggjast á rafeindatækni hefur gert vitundar- iðnaðinn að ráðandi afli í félags- og efnahagslegri þjóðfélagsþróun á síð-iönöld. Áhrifa þessara fjölmiðla gætir í öllum þáttum framleiðslunn- ar; þeir verða sífellt ríkari þáttur í margvíslegum stjórnar- og eftirlits- störfum auk þess sem þeir eru eins konar mælikvarði á ríkjandi tækni. I stað skilgreininga, verður hér til viðmiðunar gefið yfirlit, þótt ekki sé það tæmandi, yfir þær nýjungar sem fram hafa komiö á þessu sviði á undanförnum 20 árum: Fjarskipta- gervihnettir, lita-, þráð- og snældu- sjónvarp, segulmyndröðun, mynd- segulband, myndsími, stereofóní, lasertækni, rafeindastöðuleg afrit- un, rafeinda-hraðprentvélar, náms- vélar, rafeindastýrð míkrófilmu- spjaldskrá, þráðlaus prentun, sam- vinnslukerfi (time-sharing com- puter), upplýsingabankar. Allir þessir fjölmiðlar samtvinnast æ meir innbyrðis og tengjast hinum eldri fjölmiölum s. s. prentverki, hljóö- varpi, kvikmynd, sjónvarpi, síma, fjarrita, ratsjá o. s. frv. Hin almenna móthverfa milli framleiðsluaflanna og framleiðslu- afstæðnanna er jafnan skörpust þar sem framleiðsluöflin eru lengst á veg komin. Einokunarauðvaldið þróar vit- undariðnaðinn hraðar og víðtækar en aðra þætti framleiðslunnar en neyðist jafnframttil að hafa á honum taumhald. Hér er því um móthverfu að ræða. Sósíalísk kenning um fjöl- miöla hlýtur að grundvallast á þess- ari móthverfu. Hún verður að leggja áherslu á þá staðreynd að við þess- ar tilteknu framleiðsluaðstæður gætir óleysanlegrar og hraðvaxandi ósamkvæmni, sem leitt getur til sprengingar. Slík kenning „verður að hafa forsagnargildi" (Benjamin). „Gagnrýnin" úttekt á núverandi ástandi hrekkur ekki til. í slíkri úttekt er hætt við að þeir ört vaxandi árekstrar sem eru innan fjölmiðlun- arinnar sjálfrar verði raktir til hags- munaandstæðna eða vinnudeilna (yfirmenn/blaðamenn, útgefend- ur/rithöfundar, einokunarfyrir- tæki/smáfyrirtæki, ríkis- og réttar- gæslustofnanir/einkarekstur o. s. frv.), og þeir túlkaðir einvörðungu frá fagfélagslegu eða frjálslyndu sjónarmiði. Slíkur skilningur er of grunnfær og takmarkast af vanda- málum daglegrar baráttu. Enn er ekki til fjölmiðlafræði byggð á marxískum grunni. Af þeim sökum skortir nothæfa baráttutækni á þessu sviði. Afstaða sósíalískrar vinstrihreyfingar til nýrra fram- leiðsluhátta í vitundariönaðinum flöktir á milli skelfingar og daðurs. Þessi tvískinnungur endurspeglar bæði það hversu margfaldir fjöl- miðlarnir eru í roöinu og svo hitt hversu hallloka vinstrihreyfingin hefur farið í viðureigninni við þá. Fengju þau framsæknu öfl sem í hinni nýju framleiðslutækni búa að leika lausum hala, leystust þessi vandamál; af þeim sökum verður auðvaldið, og eins sovéskir endur- skoðunarsinnar að reyna að hefta þau, þar sem þau ógna veldi beggja. 2. Mikilvægasti eiginleiki raf- eindafjölmiðlanna, sá eiginleiki sem sker úr um pólitískt gildi þeirra, er hreyfiafl þeirra. Til þessa hefur verið komið í veg fyrir að hægt væri að nýta þennan eiginleika. Þegar ég segi hreyfiafl þá meina ég hreyfiafl. Það er ef til vill nauð- synlegt í landi sem þekkir fasisma (og stalínisma) af eigin raun, að út- skýra hvað orðiö merkir, sem sé: að gera fólk hreyfanlegra en þaö er. Frjálst eins og dansfólk, snarrátt eins og knattspyrnumenn, óútreikn- SVART Á HVlTU 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.