Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 59
mikið lá á og hve prentunaraðstæð-
ur voru fátæklegar urðu menn að
reiöa sig aö miklu leyti á handavinnu
en auðvitað bar fjölföldunartækni
þótt óbrotin væri mestan árangur.
Það voru prentuð ríkislög og her-
skipanir sem litu út einsog mynda-
blöð." (El Lissitsky Erinnerungen
Briefe Schriften. Dresden 1967, s.
359.) Á öðrum áratugnum var rúss-
neska kvikmyndin komin langt fram
úr ríkjandi framleiðsluöflum: Kino-
glas Pudovskis og Kino Pravda
Dziga Vertovs voru ekkert í stíl við ,,í
vikulokin" né neina fréttayfirlits-
þætti, heldur var þetta pólitískt
sjónvarpsefni á hvíta tjaldinu. Lestr-
arkennsluherferðin á Kúbu rauf
formgerðarmúra bókmiðilsins. I kín-
versku menningarbyltingunni
gegndu veggspjöld hlutverki raf-
magnsfjölmiðla a. m. k. í stærstu
borgunum. Andspyrna tékknesku
þjóöarinnar gegn innrás Sovét-
manna varð til þess að almenningur
varð virkur í framleiðslu sem fór
langt út fyrir ramma hefðbundinna
opinberra fjölmiðla. Slíkar aðstæður
heyra til undantekninga og eru út-
ópískar að svo miklu leyti sem þeim
tekst ekki að breyta framleiðsluhátt-
unum varanlega, sem auðvitað er
forsenda þess að sigur vinnist. Slík-
ar aðstæður sýna einnig betur en
nokkuð annaö hversu gífurleg póli-
tísk og menningarleg orka býr í
mýldum fjöldanum og með hve
miklu ímyndunarafli hann nýtir sér
möguleika nýrra fjölmiðla á lausn-
arstundum.
15. Marxísk vinstrihreyfing verð-
ur bæði í daglegri baráttu og fræði-
legri umræðu að taka mið af þróuð-
ustu framleiðsluöflum þjóðfélags-
ins. Hún verður að nýta skipulega
alla frelsandi þætti þessara afla. Það
er ekki akademísk krafa, það er
pólitísk nauðsyn. Marxistar hafa
ekki, að undanteknum Walter
Benjamin og í fótspor hans Brecht,
áttað sig á vitundariðnaðinum; þeir
hafa gert sér grein fyrir kapítalísk--
borgaralegum bakgrunni hans án
þess að uppgötva sósíalíska mögu-
leika hans. Georg Lukacs er einn
helsti fulltrúi þessarar fræðilegu
sem og praktísku stöðnunar. Verk
Horkheimers og Adorno eru heldur
ekki laus viö eftirsjá eftir gamaldags
borgaralegum fjölmiðlum.
Hér verður ekki rætt um hug-
myndir þeirra Horkheimers og
Adorno um menningariðnaðinn. I
ritgerð eftir Lukacs sem ber heitiö
Alte Kuitur und neue Kultur kemur
afstaða marxista á millistríðsárun-
um skýrt í Ijós (í Kommunismus.
Zeitschrift der kommunistischen
Internationale fur die Lánder
Sudosteuropas. 1. árg. (1920). bls.
1538—49). „Allt það sem menning-
in færir fram", getur samkvæmt
Lukacsi ,,því aðeins haft raunveru-
legt menningargildi, að það hafi
gildi í sjálfu sér. . . þegar tilurð sér-
hvers verks er frá sjónarmiði höf-
undarins einstakt og endanlegt ferli:
ferli sem ákvarðast af mannlegum
möguleikum og hæfni höfundar.
Dæmigert fyrir slíkt ferli er listaverk-
Walter Benjamin.
ið. Listaverkið er eingöngu og al-
gjörlega afrakstur vinnu lista-
mannsins og sérhvert smáatriði í
verkinu háð og mótað af séreigin-
leikum hans . . . í vélvæddum iðnaði
hins vegar hverfur allt samband milli
framleiðanda og þess sem framleitt
er. . . Manneskjan þjónar vélinni og
lagar sig að henni; framleiðslan
verður algjörlega óháð mannlegum
möguleikum og hæfni." Þessi
„menningarfjandsamlegu öfl" valda
breytingum á eðli verka; ekki er
lengur um „upprunalegan efnivið"
að ræöa, ,,gæði“ fara forgörðum og
„verkið" verður ekki lengur til „sem
tilgangur í sjálfu sér“. „Menningar-
verðmæti" mynda ekki lengur „líf-
ræna, harmóníska, gleðiríka heild";
menningu kapítalismans hlaut að
skorta „hið náttúrulega og einfalda
samræmi og fegurö eldri menning-
ar: menningu í orðsins fyllstu og
bókstaflegustu merkingu“. Sem
betur fer þarf siíkt ástand ekki að
vara eilíflega. „Menning öreiga-
samfélagsins" — sem ekki er hægt
að lýsa nánar „því ekki er hægt að
skilgreina hana vísindalega enn
sem komið er“ — mun bjarga okkur
út úr þessari lágkúru. Lukacs spyr
sjálfan sig spurningarinnar: „hvaða
menningarverðmæti eru það sem
innan þessara takmarka er hægt að
fá lánuð úr gamla þjóðskipulaginu
og þróa áfram í hinu nýja". Svar:
ekki ómanneskjulegar vélar heldur
„hugmyndina um manneskjuna
sem tilgang í sjálfu sér, grundvallar-
hugmynd nýrrar menningar", sök-
um þess að hún er „arfurinn frá
klassískum ídealisma 19. aldar".
Einmitt það já. „Hér skrefa fram í
öllu sínu holduga veldi þær hug-
myndir broddborgara um listina, að
hún eigi alls enga samleið með
neins konar tækninýjungum og sjái
ögrun og dauða í tilkomu nýrrar
tækni" (Walter Benjamin: Kleine
Gesichte der Photographie í Das
Kunstwerk im Zeitalter seiner tech-
nischen Reproduzierbarkeit, Frank-
furt 1963, bls. 69). Þessi tregafulla
eftirsjá eftir landslagi liðinnar aldar,
þessar úreltu fyrirmyndir, eru for-
boði sósíal-realismans. Sósíal-real-
ismans sem með köldu blóði hefur
galvaníserað og jarðað einmitt þau
„menningarverðmæti" sem Lukacs
vildi vernda. Jafnframt fór sovéska
menningarbyltingin í hundana, því
miður, þótt fagurfræðingurinn
Lukacs hafi varla metið möguleika
hennar meiri en I. V. Stalin.
Gloppóttur skilningur marxista á
fjölmiðlum og vafasöm notkun
þeirra á þeim leiddi af sér eins kon-
ar tómarúm sem í vestrænum iðn-
aðarlöndum hefur verið fyllt með
alls kyns ómarxískum kenningum
og starfsemi. Allt frá Cabaret Vol-
taire til Andy Warhol’s Factory, frá
grínleikurum þöglu myndanna til
Bítlanna, frá fyrstu myndasögu-
teiknurunum til svokallaöra under-
ground-managers hafa möguleikar
fjölmiðlanna verið þróaðir fram-
SVART A HVÍTU
57