Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 64
í framleiðslu sinni að þeir gera sér
grein fyrir því aó einskiptnir fjöl-
miðlar hafa lágmarks notagildi nú á
tímum. Margir þeirra draga þó harla
grunnfærnar ályktanir. Þeir gefa t.
d. neytandanum tækifæri til að raða
sjálfur saman því efni sem hann fær
afhent. Sérhver lesandi á sjálfur að
skrifa sína eigin bók. Slíkar tilraunir
til að framkalla víxlverkun (sem
raunverulega stríðir gegn formgerö
bókmiöilsins) leiöa til einskis: ein-
tómur hávaði sem leiðir ekki til skil-
merkilegra víxlskipta. Þær gervi-
lausnir sem Concept-list býöur upp
á byggja á þeim einföldu mistökum
aö álíta að þróun framleiðsluaflanna
muni gera alla vinnu óþarfa. Með
sömu rökum mætti áætla að hægt
væri að láta tölvu annast skipulagn-
ingu efnalegrar framleiðslu með
aðstoð tilviljunarforrits (random
generator). Sem betur fer ganga
kerfisfræöingar ekki með slíka óra.
21. Þaö leiðir af þessum hugleið-
ingum, að „listamaðurinn'1 í hefð-
bundnum skilningi — við skulum
kalla hann höfund — verður að líta á
það sem markmið sitt að gera sig
óþarfan sem sérfræðing, á sama
hátt og lestrarkennarinn, svo dæmi
sé tekið, hefur þá fyrst lokið ætlun-
arverki sínu, þegar hans er ekki
lengur þörf. Eins og allt námsferli er
þetta víxlverkandi: sérfræöingurinn
verður að læra alveg jafn mikiö eða
jafnvel meira af þeim ósérmenntaða
sem öfugt; aðeins þannig tekst
honum að afnema félagslegt hlut-
verk sitt.
Þangaö til verður félagsleg gagn-
semi hans fyrst og fremst vegin
samkvæmt því að hve miklu leyti
honum tekst að nýta frelsandi þætti
fjölmiðlanna og þróa þá. Ekki verður
fram hjá því horft aö höfundurinn
þarf að heyja baráttu sem oft er æði
mótsagnakennd til að ná settu marki
og mörg tæknileg vandamál bíða
úrlausnar. Hlutverk hans í barátt-
unni er samt augljóst. Hann á að
starfa sem fulltrúi fjöldans. En þá
fyrst getur hann horfið í fjöldann
þegar fólkið sjálft er orðið að höf-
undum, höfundum sögunnar.
22. „Hugurinn er svartsýnn, vilj-
inn bjartsýnn".
(Antonio Gramsci)
1) Hér er átt viö þýska heimspekinginn Herbert
Marcuse (f. 1898); um kenninguna um „þrúgandi um-
buröarlyndi" má lesa í An Essay on Liberation (aths.
þýí).
2) Iskra (Neistinn), rússneskt tímarit, 1901 — 05.
Bolsévískt undir stjórn Leníns þar til í Nóvember 1903,
en eftir þaó undir stjórn mensévikka (aths. þýö.).
3) Víöa í Evrópu er hægt aö halda fundi í gegnum
síma. Samkvæmt beiöni er hægt aö fá tiltekin númer
tengd saman, þannig aö fleiri en tveir geta ræöst viö í
einu (aths. þýö.).
4) Einbylgju-smáraviötæki: útvarpsviötæki sem aö-
eins er hægt aö stilla á eina stöö (aths. þýö.).
5) Hvaö varöar „hversdagsleg" og „einföld" fyrir-
bæri er nákvæmni og skýringarhæfni líkans Newtons
jöfn líkani Einsteins. En auk þess aö skýra einföld fyr-
irbæri, skýrir kenning Einsteins ýmiss önnur atriöi eins
og t. d. samband á milli efnis og orku og veitir okkur
þannig dýpri skilning á eöli efnisheimsins. Munurinn á
þessum tveimur kenningum felst fyrst og fremst í þeim
eðllsmun sem á þeim er en ekki í nákvæmnismun
(aths. þýö ).
6) Sjá: Morö á einfaldri aödáun — spjallaö viö Ro-
bert Filiou; Svart á hvítu, 2. tbl. 2. árg. (aths. þýö.).
62
SVART A HVlTU