Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 5

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 5
Allar þessar rannsóknir, frá ýms- um löndum, ganga í berhögg við þau sjónarmið sem franska ríkis- stjórnin heldur á lofti. Samkvæmt frönsku ríkisstjórninni mun nýr efnahagslegur uppgangur raun- verulega gleypa atvinnuleysið; þeir sem vilja stytta vinnutímann „verða einungis að almennu aðhláturs- efni", fullyrðir Raymond Barre. Þró- un hins nýja útflutningsiðnaöar mun að því er stjórnmálamennirnir segja, veita „hundruðum þúsunda manna" atvinnu. kvæmari; „Minniseining í tölvu sem kostaði 20 000 franka fyrir 15 árum kostar nú aðeins 200; innan 10 eða 20 ára mun hún ekki kosta meira en 2 franka. Það er ekki erfitt að sjá fyrir möguleikana á hagræðingu skrif- stofustarfa í kjölfar þessarar þró- unar. Með tilliti til uppsagna munu afleiðingarnar verða hörmulegar". En áhugaverðustu framtíðarrann- sóknirnar (sem við komum nánar að síðar) eru þær sem svissneska þró- unarstofnunin í Basel hefur gert fyrir fjármálaráðherrann í Baden-Wurt- emberg. Samkvæmt þeim gæti ör- tölvubyltingin leitt til atvinnuleysis 4 milljóna Þjóðverja fyrir 1990 — nema þróunarlíkanið og markmið fyrirtækja ráðist af nýjum viðhorfum eðajafnvel nýjum rökum. „Greinalager" og skjalasafn dagblaðsins Times. Hver og einn af kössunum fjórum hefur að geyma milljarða eininga. í stórum verslunarfyrirtækjum, oþinberri þjónustu ásamt stórum, meðalstórum og smáum fyrirtækj- um og fyrir óháðan rekstur einstakl- inga. Niðurstöður Siemens: 25—30% af skrifstofustörfum er hægt að gera sjálfvirk. Þannig má t.d. þakka sjálf- virkum ritvélum sem Siemens er að hanna, að af 2 milljónum þýskra skrifstofustúlkna, sem ár hvert vél- rita 4,4 milljarða blaðsíðna, munu 40% reynast óþarfar. Niðurstaðan er 32% sparnaður. „Breytingarnar verða áhrifamiklar og nauðsynlegar réttlætingar þeirra eiga eftir að valda alvarlegum erfiö- leikum," fullyrti einn af aðstoðar- framkvæmdastjórum Siemens um þýðingu örtölvunnar. Englendingurinn Alex Agapeyeff, framkvæmdastjóri eins stærsta örtölvufyrirtækis veraldar sagði horfurnar vera þessar: Á næstu þremur árum mun störfum fækka um eina milljón í enskum iðnaði og 1,25 milljón í þjónustugreinum. Auk þess munu þrjár milljónir enskra launþega neyöast til að skipta um atvinnu. Hér er ekki um sérstaklega svart- sýnt mat að ræöa. Skýrsla sem var unnin fyrir enska iðnaðarráðuneytið á vegum háskólans í Sussex, spáir því að örtölvan muni gera 4 — 5 milljónir Englendinga atvinnulausa fram til 1990 — ef viðhorfum manna til þess hvernig skipta skal vinnunni milli manna og lengdar vinnutímans breytast ekki verulega. Þýski rann- sóknarráóherrann Volker Hauff, fullyrti nýlega í v-þýska Ríkisráðinu, að „örtölvubyltingin muni snerta 40—50% starfandi einstaklinga". Við annað tækifæri var Hauff ná- Staðreyndir hrúgast upp sem vísa þessum spádómum á bug. Sam- kvæmt opinberum spám munu 100 000 ný störf skapast í fjar- skiptaiönaðinum á tímabilinu 1973—1980. Ætlunin var jú að fjár- festa 100 milljarða franka í þessum greinum. í raunveruleikanum varð þetta allt ööru vísi: 3000 ný störf sköpuðust en ekki 100 000 og í fjar- skiptaiðnaðinum er fyrirsjáanlegt að 15 000 mönnum verði sagt upp 1979. Þetta er ekkert einsdæmi. Á öld sjálfvirkninnar er hagvöxturinn hættur að skapa ný störf. Hann er reyndar oft bein orsök þess aö vinnustaðir eru lagðir niður. Stað- reyndin er sú að flest iðnfyrirtæki geta framleitt meira á sama tíma og þau fækka starfsfólki. í Þýskalandi (sams konar tölur eru ekki til um Frakkland) er markmið nær helm- ings allra fjárfestinga í iönaðinum (46%) „að draga úr vinnuaflsnotk- un". Við stöndum á tímamótum. Sá tími er á enda runninn er mannleg vinna Frá blaðamannaskrifstofum Times. Skermur og stjórnborð fyrir „direct input". Blaðamennirnir geta sett, leiðrétt og brotið um texta sinn á stjórnborðinu. Fagfélag prentara NGA krefst þess, að setjarar starfi við þessi stjórnborð. Blaðamennirnir styðja þessa kröfu, því þeir óttast að nýja tæknin muni að lokum gera þá sjálfa óþarfa. SVART A HVITU 3

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.