Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 20

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 20
 Frá Fluxus tónlistarhátíð í Wiesbaden 1962. Frá vinstri Nam June Paik, George Maciunas, á bakvið: Alison Knowles og Dick Higgins. ég menntaður í ýmis konar list- greinum; myndlist, bókmenntum, leiklist, tónlist — ég stúderaði hjá Cage og Henry Cowell. Segja má að ég hafi verið n.k. tæknifræðingur hópsins á þessum tíma. Emmett Williams hafði eins og áður segir bókmenntalegan bakgrunn. Hann fékkst við „concrete" Ijóðagerð á 6. áratugnum í samvinnu við listamenn í Darmstadt í Þýskalandi. Þá vaknaði áhugi hans á ,,inter media“ og þó einkanlega Fluxus. Jackson Mac Low hafði bæði fengist við tón- list og Ijóðagerð. Þannig er bak- grunnurinn margvíslegur, þó til- gangurinn yrði í meginatriðum sá sami, því verk þeirra allra endur- spegluðu nýja vitund. Hvað um Ben Vautier? Ben Vautier slóst fyrst í hópinn á Misfits hátíðinni í Lundúnum árið 1962, en hafði starfað í Nice um nokkurra ára skeið. Hann fann upp á ýmsum öfgaíullum uppátækjum, eins og að raka annan helming líkamans frá toppi til táar, og þá á ég við allt hár á öllum stöðum. Hann gerði líka verk, sem fólst í því, að hann klifraði upp í tré og horfði á áhorfendur frá greinum trésins. Hann leit á sjálfan sig sem sína eigin fyrirsætu og gerði sjálfan sig að nokkurs konar listaverki. Þegar við hittum hann í London hafði hann fyrir sið að gleypa pillur nokkrar, sem stuðluðu að þrálátum uppköst- um. Þetta gætum við kallað n.k. vasaútgáfu af gjörningi. Hann reif úr gluggann á galleríi því sem Lundúnahátíðin 1962 var haldin í og sýndi sjálfan sig í honum í u.þ.b. hálfa aðra viku, ef ég man rétt. Þeg- ar hann frétti að við hefðum skipu- lagt þessa gjörninga í Þýskalandi í tengslum viö tímaritiö, vildi hann óður og uppvægur slást í hópinn. Hvernig tengdist Beuys ykkur? Joseph Beuys kom inn í mynd- ina, þegar hann skipulagði Dussel- dorf hátíðina veturinn 1963, nokkr- um mánuðum eftir að gjörningar Fluxus tímaritsins áttu sér stað. Á þessum tíma höfðum við ekki hug- mynd um að hann hefði komið ná- lægt gjörningum. Beuys er hins vegar alls ekki dæmigerður Fluxus- maður, því að í verkum hans er vissulega um ,,útrás“ að ræða, og þá í pólitískum tilgangi. Við höfðum mikið álit á Beuys, en við litum aldrei á hann sem hluta af okkar hreyfingu. Staðreyndin er sú að við litum aldrei á okkur sem hóp, fyrr en eftir þá miklu útbreiðslustarfsemi, sem átti sér stað í kjölfar atburðanna 1962. Áður höfðum viö litiö á okkur sem einstaklinga sem komu saman í þeim ákveðna tilgangi að flytja verk okkar á þessum hátíðum. Var eitthvað samband milli Flux- ushópsins og situationistanna frönsku? Nei, það var ekkert beint sam- band þar á milli, enda voru verk þeirra gjörólík því sem við vorum að fást við. Situationistarnir settu sér það mark að hneyksla og skapa glundroða. Þetta var ólíkt okkar markmiðum og þó Paik hafi stund- um unnið í þessum anda var það undantekning í okkar hópi. Hann kann að hafa valdið hneykslun á einu sviði, en lokaniðurstaðan var þó ætíð í Ijóðrænum anda. Buðuð þið listamönnum formlega að ganga í hreyfinguna? Nei, yfirleitt buðu menn sér sjálfir, þegar þeir komust að raun um það, að þeir ættu samleið með okkur. Þó eru undantekningar frá þessu, eins og þegar Macunias bauð Japönun- um. Hvernig fjármögnuðuð þið starf- semina og á hverju lifðuð þið? Verkin sem við gerðum voru mjög ódýr í framleiðslu. Við höfðum líka öll aðra vinnu, sem við framfleyttum okkur á. Ég hef líka tilhneigingu til að líta svo á, að þannig eigi það aö vera. Listamaðurinn er þá a.m.k. í einhverju sambandi við almenning, sem er ákaflega mikilvægt. Um leið dregur þetta úr hættunni á stöðnun. SYMPMONY ORCHESTRA CONDUCTEO BY KUNIHARU AKIYAMA darncmcTlErital iiall mtt).5;st. TICKETS S 2, NOW ON SALE AT CARNECIE HALL BOX OFFICE OR CARNECIE RECITAL HALL BOX OFFICE BEFORE CONCERT MO«H Mll>' 3i>UP|V(llTS (UUCTT •lU.IAUS COU*iTlliC SOHCS L»UO*T( «IO«C C0U»0SITI0» THJUM* JAU(S HM(v Ch»UB(» UUSiC »«(LO0( UO>U M(C»' Pi*»C PIÍCl l"t i »«0 OIHCTIO* SIUUIT»M(0US »(*>U*U»I|C(I *tlSC» >W*l(S CHI10»»T *I(C( CVO*C» llC(T' T*OISB»C*T(LL(S V f TAu T»S LA*osM«cis v(llow »KC( u*<hu »u«o »kc( «0 i j nj* co«coóu**tct OK* MICCIIS CCi*ST(LL*T«j* «0 4 ro* 0*Ch(ST*» taichis* xosuci 0*c»mc uusjc *oo(*t matts solo ro* ncncH ho*« oic« Hiccms uusic ro* st*incco ■ SnuUOTS J»U(STC**CV CKAUBC* UUSIC i*T(*LUOC »V0 *«i*B0<v >0* «1*0 0»CH( ST»* C(0*C( «*CCHT CONCCIT ro* 0*ChCSTIU »*0 SVUPHONV *0 i TOSHI KMVAHACI *»<S JOC X)*(S U(CH»*IC»L 0»CHIST*» I0KIT WATTS CVÍNT M OLNCTTI »001*0UAChinC i*UCUO*«U TO »0*1»HO OLTVCTTI CCORCC BRCCHT 1; solos ro* stvincco imstruucnts joí **ís »i(C( ro» *i«oo«chcst»* *»u JUW »»■ 0*( 10* VBJLI* SOLO CHICXO SHIOUl CALimC CVCNT j*UI , 'f NNf v CHAMM* UUSIC »OSTLUO( »HILI» C0**C* 4TM n*AL( C B»CCHT M)»0 (Vf * • 18 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.