Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 29

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 29
Áriö 1969 héldum viö fjölþjóðlega tónlistarhátíð í Berlín, sem var nýr valkostur viö hina heföbundnu ,,Berliner Jazz Tage". Um svipaö leyti var ákveöið aö stofna hljóm- plötufyrirtæki, Free Music Production. Heldurðu að enn sé vaxandi áhugi fyrir þessari tegund tónlistar? Þetta er mjög misjafnt eftir lönd- um. Þaö er talsverður áhugi í Þýskalandi t.d., eins og sjá má á þessum stóru tónlistarhátíðum, svo sem í Moers og Berlín. Það er tals- vert stór áheyrendahópur, en at- vinnuhorfurnar fara hins vegar versnandi, því þaö er ekkert fjár- magn fyrir hendi, allir klúbbar eru reknir af einkaaðilum, sem þurfa aö huga að viðskiptum sínum. Ég vinn því ekki mikiö í Þýskalandi, nema þá helst í Berlín, aöallega í Hollandi, en einnig í Frakklandi og svo í Skandi- navíu og á Ítalíu af og til. Gagnrýnendur kölluðu þig ýmsum nöfnum í upphafi þ. á m. „enfant terrible" þýska jazzins. Já, þaö er í rauninni engin furöa hvað þessa náunga snertir. Þeir þekktu ekkert annað en hard bob, bebob og kannski Albert Mangels- dorff, svo þeir hafa ugglaust uþp- lifað þetta á þennan hátt, en ég hef aldrei litið þannig á sjálfan mig og kæri mig kollóttan. Einn fyrsti stóri konsertinn okkar var á jazzhátíð í Frankfurt 1966. Þar voru allir gagn- rýnendurnir samankomnir, ráku upp stór augu og vissu ekkert hvernig þeir áttu aö taka þessu. Finnst þér skrifin um þessa teg- und tónlistar hafa breyst til batn- aðar? Mér hefur alla tíö staðið á sama um gagnrýnendur. Ég held að flestir þessara gagnrýnenda botni ekki rassgat í þessari tónlist. Joachim E. Berendt hefur lengi verið aðalkarl- inn í hóþi gagnrýnenda og ef hann skrifaði vel um þig, þá átu aðrir það upp eftir honum. Þú sagðir mér að það tímabil sem þú vannst með Fluxus-liðinu hefði verið mjög mikilvægt á ferli þínum. Já, á þeim tíma var ég ennþá í listaskóla. Ég held að Nam June Paik t.d. hafi kennt mér að horfa og hlusta á nýjan hátt, og þetta hafði mikil áhrif á tónlist mína um þetta leyti. Það var t.d. ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti að spila hard- bob. Kynni mín af Paik ýttu mér út á nýjar brautir og viðhorf mín til jazz og annarrar tónlistar breyttust. Þú varst að segja mér frá „út- varpsleikriti", sem þið gerðuð á ítalíu. Hefurðu fengist eitthvað við leikræna tjáningu í tengslum við músíkina? Nei, við skruppum til Ítalíu í viku og hittum þar tvo náunga frá út- varþinu, sem ég þekkti fyrir og þeir höfðu ákveðnar hugmyndir um pró- gramm, sem breyttist svo allt í með- förum okkar. Misha (Mengelberg) átti heiðurinn af sögunum sem við notuðum, þetta varð heilmikill fífla- gangur með tónlist. Einn daginn keyrðum við t.d. um Rómarborg og hljóðrituðum á ýmsum stöðum, röbbuðum við fólk, annan daginn unnum við með skrifaðan texta ásamt tveimur leikurum og spil- uðum músik líka. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þessu, þú verður að heyra þetta. En það var alveg ný reynsla aó vinna í útvarpsstúdíói, slík tækifæri gefast ekki í Englandi eða Þýskalandi. Var tenor-saxófónninn þitt fyrsta hljóðfæri? Nei, ég byrjaði á klarinett í dixie- landhljómsveit í skóla. Síðar seldi ég reiðhjólið mitt og keypti mér tenor saxófón. Svo komu hin hljóðfærin hvert á fætur öðru? Ég snerti ekki klarinettiö í mörg ár ár eftir þetta dixielandævintýri og það eru bara nokkur ár síðan ég byrjaði aftur, en ég kann mjög vel við viðarhljóðið í klarinettinu. Ég rakst svo á bassa-klarinett af tilviljun og kunni strax vel við það. Þú hefur ekkert verið í tónlistar- skólum? Nei, mín skólaganga fólst bara í því að spila á jazzklúbbum og hlusta mikið. Ég æfði mig mikið á hverjum degi, jafnvel þegar ég var enn í skóla. Og ég hef vantrú á kennurum og tónlistarskólum. En þú hefur unnið með ýmsum „alvarlegum" tónskáldum, eins og Penderecki og Kagel? Já, vann að einu verki fyrir út- varpið í Köln meö Kagel og líkaði það ágætlega, hann er fínn náungi og gott að vinna meö honum. Annað tónskáld samdi verk fyrir kammer- hljómsveit og saxófón sérstaklega handa mér, en á mjög heimskulegan hátt, því að hann hlustaöi á fyrstu plötuna mína, skrifaði alla músikina niður og kom svo til mín og sagði hérna er tónverkið, hérna er útsetn- ingin. Og ég er ekki góður nótna- lesari núna, en þá gat ég ekkert lesið, en ég gerði mitt besta og við spiluðum meira að segja opinber- lega. Svo kom að því að gera átti hljómþlötu og þá fékk hann sér annan saxófónleikara sem kunni að lesa og spila eins og hann haföi skrifað þetta. Svona náungar botna ekkert í jazzi, ég hef ekki enn fyrirhitt SVART Á HVITU 27

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.