Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 7

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 7
málið, heldur aðeins skiptingin, þ.e. jöfn skipting þeirra auðæfa sem framleidd eru og félagslega nauð- synlegrar vinnu til allra þjóðfélags- þegnanna. Hvað yrði um vinnuag- ann, afkastamóralinn og sam- keppnisandann ef allir vissu að tæknilega er mögulegt að lifa stöð- ugt betra lífi, samtímis því að æ minna er unniö, og að rétturinn til fullra launa þarf ekki lengur að vera eingöngu þeirra sem hafa heils- dagsvinnu? Til þess að ríkjandi samfélags- form haldi velli er eins gott að halda fólki ómeðvituðu um þessa hluti. í stað þess að segja landslýð að ekki sé lengur þörf á að vinna svo mikið, er því sagt að „atvinnuleysi sé óhjá- kvæmilegt". í stað þess að segja að frístundir verði fleiri er sagt að ,,at- vinnutækifærin verði færri". Möguleikar sjálfvirkninnar eru settir fram sem yfirvofandi ógn. Markmiðið er að fá verkafólk til að berjast sameiginlega fyrir annars konar skynsemi framleiðslunnar; að berjast fyrir nýjum markmiðum með henni. í raun og sannleika er at- vinnuleysiö ekki aðeins afleiðing af heimskreppunni sem gengin er í garð; það er jafnframt aðferð til að halda uppi hlýðni og aga á vinnu- stöðunum. Þegar atvinnuleysið hefur náð ákveönu stigi verður það tvíeggjað vopn, sérstaklega gagnvart yngra fólki. Það er staðreynd í Frakklandi í dag. Niöurstöður skoðanakannana Sofres’ eru að 62% fullorðinna og 72% ungs fólks (á aldrinum 18 — 24 ára) gera ráð fyrir að þaö muni verða atvinnulaust. í raun og veru hefur samfélagið ekki þörf fyrir það. Bæði verksmiðjur og skrifstofur ráða oft ungt fólk til starfa, aðeins til þess að „veita því vinnu" og bæta atvinnu- leysistölurnar. Þriðji hver þýskur háskólaborgari er atvinnulaus og einn af hverjum fimm í Frakklandi. Það eitt er víst að enginn mun öðlast frama á sínu starfssviði. Vinnan mun um fram allt breytast, verða einfald- ari, krefjast minni menntunar eða verða hreinlega afnumin með ör- tölvutækninni. Allir eru mögulega óþarfir. Það þarf því engan að undra þótt „afkastamórallinn" verði aö engu. Tveir af hverjum þremur atvinnu- rekendum halda því fram að í dag sé verkafólk „minna agað" og „ekki eins samviskusamt" og áður. Þegar óvíst er hvort menn muni halda vinnunni, hætta þeir að taka hana alvarlega. Mörgu ungu fólki finnst sú vinna þrúgandi sem samfélagið þvingar það til — með það eitt að Algjörlega sjálfvirkur útbúnaður til flokkunar á bögglapósti í Kaupmannahöfn. Þessi tækjakostur var tekinn í notkun mjög nýlega og er sá fullkomnasti í Evrópu. sem það þarfnast. Orsökin erframar öllu sú að þessi iönaður er að verða sjálfvirkur. Hann þyrfti jafnvel enn minna vinnuafl ef notagildi varanna ykist og endingartíminn lengdist. í stuttu máli (eins og enski hagfræð- ingurinn Ezra Mishan var fyrstur til að sýna fram á), framleiðslan hefur þegar náð samfélagslega nauðsyn- legu framleiðnistigi. Á langflestum sviðum (samgöngur, lyfjafram- leiðsla, matvælaframleiðsla og heimilisbúnaður) fullnægir aukið framboð ekki þörfum á ódýrari og betri hátt. Það þvingar neytandann til aukinna fjárútláta — fyrir full- nægingu þarfa sem hafa tilhneig- ingu til að minnka. Af þessu leiðir sú skoðun neytendahreyfinganna og ákveðinna hluta verkalýöshreyfing- arinnar að hægt sé að framleiða meiri og betri varning með minni vinnu; hægt er aö fullnægja öllum þörfum betur með minni fram- leiðslu. „Sú stund er runnin upp þegar mennirnir gera ekki lengur það sem hægt er að gera með vélum", skrif- aði Marx þegar hann boðaði (1857) aó kapítalisminn myndi óhjákvæmi- lega leiða til afnáms vinnunnar — sem aftur yrði kapítalismanum að aldurtila. Þessi kenning sem Jaques Duboin endurvakti 1932 og „óháðu" marxistarnir á Italíu tóku nýlega fram er orðin samhljóma staðreyndum sem gefa verður gaum. Þess vegna er krafan um af- nám (eða samdrátt) þvingaörar vinnu byltingarkenndari en nokkru sinni. Ef allir væru meðvitaðir um aö framleiðslan er ekki lengur vanda- Frá bögglapóststofunni í Kaupmannahötn, 59 myndavélar fylgjast með umferð böggla. Þessi nýja tækni sparar 130 póststarfsmenn. SVART A HVÍTU 5

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.