Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 16

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 16
Einar Kárason i grafskrift á leiði kranamanns stálkraninn vaggar í hægu sæti yfir hálfkláraðri blokk kranamaðurinn stendur upp á endann ýtir derhúfunni aftur á greindarleg kollvikin og alþýðleg spakmælin einsog plötur í djúkboxi rúllandi í vitundinni meó tvírætt spé í augnkrókum lítur hann storkandi yfir tískuverslanir og kóksjoppur þjóðernissvikaranna og auðvaldshækjanna einsog hagmæltur vélstjóri á suóurnesjum í sögu eftir jónas árnason fæst ekki um dægurþras stjórnmálanna en ef veðrið er vont í keflavíkurgöngu og andinn dofnar í unglingum með malbiksvitund þá reisir kranamaðurinn merkið fagurhátt grípur fánann í styrkar hendur ristar rúnum erfiðisvinnu til sjós og lands og tröllkynjuðum rómi hrópar hann á þúsundára þrautsegju landans sem fyllir hugi hrakinna göngumanna svo boðaföll hvatningarópanna skella þung á galvaníseruðum veggjum álverksmiójunnar og vinnulýóur hennar andvarpar blásýrumengaóri gufu og júdasískri smán þannig hljóðar grafskrift kranamannsins á legsteini hans sem er hálfsokkinn í frumskóg heimilislegra kaktusa innan traustra höfuðskelja miðaldra lærdómsmanns sem las bréf til láru þegar hann var átjánára menntaskólanemi úr dreifbýlinu 4 oghefursíðan ^ leyft þúsund afskornum blómum aö spretta í forsælu skjalatöskunnar 14 SVART A HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.