Birtingur - 01.12.1957, Síða 14

Birtingur - 01.12.1957, Síða 14
Ég ætla að segja ykkur frá heirasókn til franska málarans Auguste Herbin. Heimilisfangið fékk ég hjá Denise René: 17 bis rue Falguiere. Ég kannaðist við götuna, vissi að þar lágu listamannahverfi, en það rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég var kominn að húsinu nr. 17 b, að ég hafði reyndar gengið fram hjá því um fjölda ára. Sízt hefði mig grunað, að Herbin ætti þar heima, því þessi eldgamli hjallur líktist meira gripahúsi en híbýlum manna: öskuhaugamatur af lakara tagi. Ég leita dyrabjöllu, nafnspjalds, en finn hvorugt, stjaka þvi við hurðinni, og hún lætur undan með ámátlegu marri eins og á dramatískum augnablikum í mergjuðum kvikmyndum. Ég kem inn í langan dimman og sóðalegan gang, grilli í skímunni í miða með nafninu Herbin og ör sem bendir inn í biksvart ginnungagap. Ég geng varlega innar eftir ganginum, þangað til ég sé móta fyrir þvergöngum: önnur hurð, annar miði: Herbin — önnur ör: 10 Birtingur

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.