Birtingur - 01.12.1958, Síða 15

Birtingur - 01.12.1958, Síða 15
Hjörleifur Sigurðsson: Um list Sigurjóns Ólafssonar Þegar ég sný mér við í dyrum Listamannaskálans og horfi yfir lundinn, sem vaxið hefur upp fyrir augum mér þennan haustdag, brýzt fram á varir mínar enn einu sinni: Hvernig hefur þetta gerzt? Spurningin er einföld en henni verður tæplega svarað nokkurn tíma til hlítar. Hreinir hlutir, heilsteyptir, er við skynjum snögglega með öllum líkamanum eins og af hendingu, eru í rauninni sjálfsögðustu greinarnar á stofni lífsins. Þess vegna sést mörgum svo hrapallega yfir þá. Og vegna þess svíður flesta undan uppgötvuninni, þegar hún er gerð einn dag. Ég hygg, að margir eigi eftir að finna til á þennan hátt augliti til aug- litis við myndir Sigurjóns Ólafssonar, er þeir reyna að brjóta viðfangs- efnið til mergjar: Þessir kollóttu steinar, tálguðu drumbarnir, bronshöf- uðin, hvernig hafa þau orðið svona sjálfsagður þáttur í lífi okkar? Liggur erfið leið að baki mótunar þeirra? Eru margslungnii’ hæfileikar upphaf jafn einfalds forms? Það er vandalaust að svara spurningu í orði þegar lausnin hefur verið gefin nær jafnhliða. En hins raunverulega árangurs gætir aftur á móti fyrst, þegar búið er að fylgja rásinni fet fyrir fet til baka til uppsprett- unnar. Þegar maður veltir fyrir sér persónu listamanns eins og Sigurjóns kemst maður fljótlega í vanda. Þetta gerist óvænt, af því að drættirnir í svip hans eru skýrir, hvert sem litið er. En nú bregður svo við, að ómögulegt er að ná taki á persónunni. Ilún smýgur úr höndum manns hvað eftir annað. Annars vegar virðir áhorfandi fyrir sér mynd, sem sýnist hárnákvæm eftiröpun af konu — hvílíkri konu, hún er fyrst og fremst slípuð plastísk heild — hins vegar hlut, sem orðið hefur til í skjóli höfundar síns, nafnlausan og gersneyddan líkingu við umheiminn en hnarreistan og óhugnanlega sjálfstæðan. Þessar andstæður í fari myndhöggvarans hafa valdið sumum mönnum áhyggjum. Þeim hefur ekki tekizt að koma auga á þráðinn í list Sigur- jóns. Þeir tala jafnvel um stílleysi. En gáum betur að. Er stíll svona áþreifanlegt hugtak? Snertir hann aðeins ytra borð listaverkanna? Rennir hann sér eftir myndunum eins og hefill til að gera þær sléttar og felldar? Og steypa þær allar í sama mótið? Ég held ekki. Þótt hann hafi tíðum verið skilgreindur sem samnefnari formeinkenna eins og sama listamanns, eru töfrar hans fólgnir í burðarstoðum hið innra. Þaðan Birtingur 1B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.