Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 34

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 34
og þeim var eiginlegt og eiga allan heiður skilið. Afstaða mín mótast einfaldlega af því: að ég „heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður.“ Þar af leiðir, að ég tel yngri menn, sem láta eins og ekkert hafi gerzt í veröldinni og kveða líkt og afturgöngur frá horfinni tíð, bezt komna á því vofuþingi, sem þeir hafa kosið sér, en lítið erindi eiga við nútímafólk. Hannes: Nú held ég að við séum komnir að meginatriði: f hverju er þróun Ijóðlistar fólgin, og hvert er gildi hennar? Ég álít, eins og ég tók fram í byrjun þessa spjalls, að formbylting sé nauðsynleg þegar koma þarf nýjum viðhorfum í búning skáldskapar, en þó því aðeins að ljóðið verði sannara við það, standi nær sínum tíma en áður. Hinsvegar getur formið eitt aldrei verið neitt sáluhjálparat- riði fyrir skáld og það er hæpið að flokka skáld eftir því einu í hvaða formi þau yrkja. T. d. hefur Snorri Hjartarson beitt hefðbundnu formi af meiri snerpu og listfengi gegn hernámi fslands og spillingunni sem því fylgir en módernistarnir — og þó er um brýnt og tímabært verkefni að ræða. Þetta virðist benda til þess að nútímaljóðið hafi ekki þróazt nægilega ört frá stríðslokum (en þá giltu að nokkru leyti önnur sjónarmið) og sitji fast í hefð annars tíma. Þetta hljómar kannski eins og öfugmæli í ykkar eyrum og þarfnast sjálfsagt skýring- ar. Við skulum því athuga hvaða viðhorf lágu til grundvallar form- byltingunni hjá okkur að lokinni styrjöldinni. 1 viðtali við Birting 1955 segir Steinn Steinarr: „Annars virðist mér inntak og áætlun allrar nútímalistar stefna að æ innhverfari túlkun persónuleikans.“ Þetta er tvímælalaust rétt athugað. Þorp Jóns úr Vör virðist afsanna þetta, en þess er að gæta að stíll þeirrar bókar ákvarðast af því að hún túlkar liðinn tíma, sem höfundur virðist mæna til með nokkurri eftirsjá. Viðhorfin til líðandi stundar koma hinsvegar greini- lega fram í Tímanum og vatninu, Ljóðum Sigfúsar Daðasonar og Dymb- ilvöku. Þessi nýju viðhorf eru fólgin í því að höf. bera ekki tilfinning- ar sínar á torg jafn opinskátt og áður tíðkaðist. Og fyrir alla muni: þeir forðast að prédika. Þeir fela hugsanir sínar myndum og líkingum og seilast fremur eftir margræðum setningum en beinskeyttum staðhæf- ingum. Hugmyndatengsl — stundum óvænt —- sitja í fyrirrúmi í stað augljósari líkinga. Sálfræðileg forsenda þessara vinnubragða er að lík- indum fólgin í upplausn nútímamenningarinnar, þar sem „allt flýtur“, hugsjónirnar virðast hafa gengið sér til húðar eða reynzt skinhelgin einber, „göfgi mannsins“ er dregin niður í forað frumstæðrar villi- mennsku og orð virðast ekki framar gilda nema sem tæki til hræsni. Á slíkum tímum virðist eðlilegt að skáld dragi sig inn í skel um sinn og tali í lágum hljóðum við sig sjálf — flýi jafnvel á náðir háspekilegra abstraksjóna að dæmi Steins. 32 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.