Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 40
auðvelt var að gera vinsæl meðal borgaranna eða hlutu að verða það. Það er ekki sízt af þeim sökum, sem ég hér hef nefnt, að þau skáld, sem við höfum verið að tala um, hafa átt örðugt uppdráttar og mörg þeirra ruglazt í ríminu um stundarsakir. Bragi: Þetta finnst mér nú ískyggilega nærri því, Jón minn, að „gráta burt á efri árum/æsku sinnar frjálsu spor.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um að allt hið bezta, sem eftir ykkur rauðu pennana liggur, hafið þið ort einmitt vegna þessara „frjálsu spora“. Og ætli meinið sé ekki frekar það, að á þessum tímum alls konar hægrimennsku hafi skáldunum láðzt að stíga með stóískri ró einu skrefi lengra til vinstri? Hefja merki Is- lands rautt og hreint og fylkja um það öllum sem ungir eru og óspilltir, þeim sem eiga að erfa listina og landið? Jón úr Vör: Hér gengur þú framhjá aðalatriði míns máls, Einar Bragi. Ég kom með bókmenntalega skýringu, en ekki pólitíska ádeilu. Ég er ekki að gera játningu, skýri bara frá því, sem ég tel vera andlegar staðreynd- ir. Stjórnmálaafskipti skálda er ég reiðubúinn að tala um síðar. Það ástand skapast oft að skáldinu er nauðugur einn kostur að kasta frá sér pennanum og taka virkan þátt í stjórnmálabaráttunni, eiga þannig beinan þátt í því, að skapa það andrúmsloft að hægt sé að yrkja. Bragi: Gott, Jón! Gjörðu svo vel og fáðu þér kringlu! — Þú gerðir svo skil- merkilega grein fyrir viðhorfum þínum áðan, Hannes, að mér er nú fyllilega ljóst hvert þú stefndir í byrjun. Þetta er sjónarmið sem verðskuldar gaumgæfilega athugun. Á þessu stigi langar mig aðeins til að minna á að módernisminn í Ijóðlistinni hefur — hér á landi að minnsta kosti — aldrei verið neinn ,,skóli“ né kredduföst kenning, sem bundið hafi hendur manna; þvert á móti: hvers konar yrkinga- forskriftir hafa verið eitur í beinum allra fylgismanna hans sem ég hef haft kynni af. Hann er eftir mínum skilningi fyrst og fremst upp- reisn gegn stöðnuðum formum, vélrænum stuðlarunum, óinnlifuðu orðaskvaldri, andlausri skrúðmælgi, umskriftalausum ytaú lýsingum, myndlausum frásagnakvæðum og alls konar bundnu ,,þjóðlegu“ rausi sem var að kæfa ljóðið — og jafnframt er hann viðleitni til endur- nýjunar: sköpunar nýrra ljóðforma, hreinsunar ljóðmálsins, ný- breytni í myndum, líkingum og hugmyndatengslum í þeim megintilgangi að hefja Ijóðið sjálft til öndvegis. — I greininni um guð og sig í seinasta Birtingshefti kallar Bjarni frá Hofteigi þetta kröfu um „hrein“ ljóð. Slíkt tel ég helbera fjarstæðu: hrein ljóðlist (ren poesi) er að mínu áliti ekki til fremur en hreinn vínandi, en engu að síður er til bæði ósvikin ljóðlist og ósvikinn vínandi. — Einmitt vegna þess hve nútímaljóðlistin veitir skáldunum mikið frjálsræði, hefur hún á reiðum höndum ráð við slíkum vandkvæðum sem þú drapst á: gjörið svo vel og hefjizt handa, yrkið eins og andinn innblæs ykkur, talið við 38 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.