Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 31

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 31
jafn auðskilinna persónulegra orsaka. Og hvað um hina? Jón Óskar hefur ort flest sín beztu ljóð á þessum áratug, Jónas Svafár sungið með sínu nefi af miklu fjöri öll þessi ár, yngstu skáldunum er hinn nýi ljóðastíll svo samgróinn að stuðlar, rím og höfuðstafir færu jafn fáránlega í ljóðum þeirra og skotthúfa við pokakjól, og sum þeirra að minnsta kosti — svo sem Jóhann Hjálmarsson — yrkja miklu betur og standa sínum tíma miklu nær en nokkur okkar gerði á þeirra aldri. Niðurstaða mín verður því þveröfug við þína: frá stríðslokum til þessa dags hefur verið mikil gróska og augljós framþróun í íslenzkri nútíma- ljóðlist. Hannes: Sem sé kemur á daginn að ljóðasmekkur Einars Braga er all frábrugð- inn mínum. Jón úr Vör talar hins vegar um barnabrek hinna ungu og virðist mér því sammála um að hlutur þeirra sé enn næsta lítill. En eftir sem áður verður það staðreynd, að fjórir af frumherjum nútíma- Ijóðsins hafa ekki sent frá sér ljóðabók síðan 1951, og meðal annars þess vegna verður það ártal athyglisvert. Það er náttúrlega auðvelt að strika yfir þá og segja að þögn þeirra skipti ekki máli af því þeir séu svo gamlir, nú hafi nýir menn tekið við og yrki betur. En ég hefði gaman af að sjá strangt úrval íslenzkra nútímaljóða þar sem „gömlu mennirnir“ koma ekki við sögu. Ég er hræddur um að það yrði ekki stór bók. Að sjálfsögðu ber ég ekki brigður á að yngstu mennirnir séu efnilegir og eigi eftir að gera betur, en mér er nær að halda að þeir heyri fremur til næsta áratugi, enda er þar um nýja skáldakynslóð að ræða. En hvað um okkar kynslóð? Það er einfaldast að telja upp nöfn þeirra „modernista“ úr okkar hópi sem gefið hafa út frumsamdar ijóðabækur frá árinu 1951: Jón Óskar, Jónas Svafár, Einar Bragi, Arnfríður Jónatansdóttir — sennilega myndi Einar Bragi móðgast ef ég teldi upp fleiri. Að mínu viti er aðeins hægt að telja tvo þessara höfunda markverða. Þó er hér um að ræða skáldskaparblóma næstum heils áratugs ,,modernista“ — heillar kynslóðar. Ef borið er saman við áratuginn 1930—40, þegar fimm öndvegisskáld kváðu sín beztu ljóð: Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Jón Helgason, Guðmundur Böðvarsson, Steinn Steinarr, verður ykkur ef til vill ljósara hvað ég á við þegar ég hef orð á vonbrigðum í sambandi við ófrjósemi okkar ,,modernistísku“ kynslóðar. Okkur til frekari hrellingar má enn nefna tvö nöfn: Snorra Hjartarson og Hannes Pétursson, sem við verðum líka að vega á móti ,,modernistunum“ af því þeir teljast fylgja hefð- bundinni stefnu, enda þótt Einar Bragi fullyrði að hér fæðist ekkert lengur i hefðbundnum stíl nema afturúr-kveðskapur og armasta stagl sem enginn nútímamaður nenni að lesa. Ég spyr því aftur: Hvað veldur þessari ófrjósemi okkar? Varla persónulegar ástæður einvörð- ungu? Varla hæfileikaleysi? Og nú dugir ekki að benda í annað Birtingur 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.