Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 50
Björn Th. Björnsson:
Fegurð?
Enda þótt menn brjóti yfirleitt ekki mikið heilann um heimsspeki list-
anna, er samt eitt efni, sem allir velta í huga sér á einhverjum tíma:
— það er hugtakið fegurð. Ég segi h u g t a k, því fegurð er ekki t i 1
sem eiginleiki í neinum hlut. Eflaust skella einhverjir í góm og
segja: Bölvuð della er þetta hjá manninum. Vitaskuld er til fegurð í viss-
um hlutum! En ég endurtek, að fegurð er ekki til sem eiginleiki í neinu,
hvorki í verkum manns né náttúru. Það er undarlegt að hugsa sér það,
en það er nú svona samt. Við skulum taka mjög einfalt dæmi: Hollenzki
málarinn van Gcgh seldi aðeins eina einustu mynd alla sína ævi, og það
má telja þá samtíðarmenn hans á fingrum annarrar handar, sem álitu
verk hans annað en klessusmíð brjálæðings. Nú eru hinsvegar fáir lista-
menn heimsins öllu dáðari en hann. Hvað hefur gerzt? Hafa myndirnar
breytzt síðan 1890 eða hefur maðurinn tekið andlegum framförum — eða
þá farið aftur? Sé fegurð hlutlægur eiginleiki í þessum myndum, hvernig
getur þá staðið á því, að það tók svo langan tíma að koma auga á hana?
Svarið er einfaldlega það, að það eru ekki myndirnar sem hafa breytzt,
heldur viðhorf mannsins, fegurðarskyn hans. Fegurð er sá endurhljómur,
sem hlutur vekur í huga okkar, eða sá hljómgrunnur sem hugur okkar
finnur í einhverjum hlut. Meðan hugurinn er elcki við því búinn að
skynja slíkan endurhljóm, getur ekki skapazt sú tilfinningalega hafn-
ing eða fullnægja, sem við köllum fegurð. Fegurð er því afstæð hugar-
ástandi okkar sjálfra og ekki til utan þess.
Þýzki heimspekingurinn Kant segir á einum stað: Við köllum háreistar
byggingar og fjöll tignarleg, við köllum grænt engi ljúft, við köllum liti
hreina, ljúfa eða milda vegna þess að þeir vekja þessar tilfinningar
með okkur. Það er sem sagt ekki eiginleiki þeirra, heldur skynjun
okkar, sem ákvarðar einkunnina.
Nú er ekki hægt að ganga fram hjá því, að fegurðarskynjun okkar er
mjög oft blandin öðrum hlutum eða hugtökum eða reynslu, svo sem efna-
legum gæðum, trú, ættjarðarást, siðgæðisvitund eða stjórnmálaskoðun.
Það er fallegt á Hvítárvöllum þegar vel veiðist, er haft eftir bóndanum
þar. Annar bóndi, gamall, sem kom á Alþingishátíðina 1930 og var spurð-
ur, hvort honum þætti ekki fagurt á Þingvöllum, svaraði eitthvað á þá
leið og með lítilli virðingu, að þá væru slægjurnar hjá sér víst kallaðar
dáfagrar, ef þessi bölvuð óvera ætti að heita fegurð!
48
Birtingur