Birtingur - 01.12.1958, Side 35

Birtingur - 01.12.1958, Side 35
„Á okkar tímum (þegar vandamálin) geta stundum gert allt form hlægilegt, jafnvel allt mál...“ segir Sigfús Daðason (Til varnar skáld- skapnum). Og ennfremur: „Vantraust á formi, vantraust á máli, van- traust á orðum, krafan um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það er sett á pappírinn: það er vinnuaðferðin.“ f þessu felst heiðarleiki: tíminn hefur sett skáldunum ákveðnar for- sendur og þau yrkja samkvæmt þeim. En þegar til lengdar lætur er þetta ófrjótt viðhorf. Vantraust skáldsins á orðinu og algert áhrifa- leysi þess í þjóðfélagi nútímans — sem það samþykkir óbeint með sín- um innhverfa ljóðstíl — hlýtur að leiða til þess að skáldið finni æ sjaldn- ar hvöt hjá sér til að sinna þessari „þarflausu iðju“. Og nú eru senn liðin fjórtán ár frá stríðslokum. Kalda stríðið heldur áfram og atómöldin fellir skugga feigðarinnar yfir hnöttinn. Hugsjóna- öngþveitið hér á Vesturlöndum hefur enn færzt í aukana og tvískinn- ungux-inn í málflutningi þeirra ,,hugsjónamanna“, sem nú hafa líf heims- ins í hendi sér, orðið æ augljósari. Nútímaljóðið er jafn innhverft og fyrr og nær ekki út fyrir þröngan hóp — kannski hundrað manna. Hinsvegar er nýtt atriði komið til sögunnar: Skáldin gera sér nú ljóst að það er knýjandi nauðsyn að hefja sókn gegn þeim öflum sem teyma mannkynið æ lengra fram að hengiflugi nýrrar styrjaldar, enda blasir við alger tortíming ef til kæmi. Þannig er nútímaljóðið nú statt í sjálf- heldu: annarsvegar vantraustið á orðinu, hinsvegar brennandi þörfin til andófs, til uppreisnar. Það felst sem sé ákveðin mótsögn í því að yrkja á táknmáli og ætla þó orðum sínum að hafa bein og víðtæk áhrif. Og þá er ég kominn að svarinu við spurningu þinni í upphafi þessa spjalls, Einar Bragi: Mér finnst nútímaljóðið ekki fært um að gegna því hlutverki sem ljóðlistin á að gegna nú á dögum — af því að það er í eðli sínu jafninnhverft og þaðvar fyrir rúm- um áratug; vegna þess að það hefur ekki þróazt með tímanum og hlýtt kröfu hans um uppreisn. kveðið sér hljóðs, tekið af skarið! Ef nokkuð er hefur það orðið flysj- ungslegra — stundum hálf-rómantískt í líkingum og myndum (sbr. litasamstilliijgarnar í nýjustu bók eins „efnilegasta“ skáldsins), stund- um aðeins stílað upp á hnittilega orðaleiki og barnalega fyndni (sbr. höfundinn sem einu ungu skáldanna þykir hlýða að nefna í fleir- tölu þegar um er rætt). Ef ég ætti hinsvegar að nefna dæmi um ljóð- stíl sem ég tel æskilegri myndi ég nefna Ljós tendruð og slökkt í Guate- mala eftir Jón Óskar. Einhver ritdómari sagði að vísu um það kvæði að þannig mætti ekki yrkja — góð skáld væru gædd eiginleikum barns- ins og ættu ekki að skipta sér af stjórnmálum. En ég held því fram að þau skáld sem komin eru af barnsaldri ættu fremur að bregða við vandamálum samtíðar sinnar að hætti fullorðinna manna. Birtingur 33

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.