Birtingur - 01.12.1958, Side 80

Birtingur - 01.12.1958, Side 80
Lí Sjang-Jinn: Til vinar fyrir norðan Þú spurðir hvenær helzt ég mundi koma. Ég hlýt að svara fáu. En mig dreymir um snjó í brúnum fjalla og haustmyrk fljót sem flæða um bakka er næturregnið streymir. Mun ég enn sjá þig klippa skar af kerti um kvöld við gluggann sem í vestur snýr og hlusta á þína rödd á meðan regnið rúðurnar knýr? Vang Ngan Sjí: Vornótt Reykelsisviðurinn varð að ösku; vatnsúrið löngu hljótt. En samt er vorið á sælum ferli og seiðir hug minn í nótt. Vakandi ligg ég, að laufi og stráum leikur sér gola köld; í mánaskímunni skuggar blóma skjálfa við gluggans tjöld. 78 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.