Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 5
ur í Þrastaskógi þegar ég var innan við fermingu, en Benedikt hér í Reykjavík vorið 1934. Nú eru báðir þessir vinir mínir látnir. Kynntistu snemma rithöfundum? Ekki að neinu ráði fyrr en á útmánuðum 1936, að ég var kominn i hópinn, sem stóð að Rauðum pennum, orðinn heimagangur hjá Kristni Andréssyni og farinn að skunda vestur í Unuhús á síðkvöldum ásamt Jóni úr Vör. Við Jón urðum fljótt miklir mátar og þurftum nauð- synlega að hittast á hverjum degi til að bera saman bækur okkar. Gáfaður maður, sem horfði eitt sinn á eftir okkur á götu um þessar mundir, lét svo umirælt, að hann hefði aldrei séð montnari pilta. Ég er líka á því, að við höfum verið nokkuð tindilfættir, enda ungir, óreyndir, síyrkjandi og bjartsýnir, þrátt fyrir kreppu, nazisma og styrjaldarhættu, báðir sannfærðir um að bræðralagshugsjón sósíal- ismans yrði búin að sigrast á hverskonar villimennsku og rangsleitni í mannheimi eftir örfá ár. Síðan hófst harmleikur Spánar, Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Kreppan hér heima — nei, það var ekkert lát á henni fyrr en styrjöldin var skollin á. Mér er nær að halda að ýmsir hefðu lagt árar í bát, ef Kristins Andréssonar hefði ekki notið við og Þóru Vigfúsdóttur konu hans. Þau hjón brutu sig blátt áfram í mola fyrir skáld og rithöfunda, hvort sem um var að ræða þjóðfræga snillinga eða vonarpening á útigangi, neituðu sér um flest til að geta liðsinnt þessum mönnum, örvuðu þá og studdu, buðu þá velkomna á heimili sitt frá dagmálum til miðnættis. Steinn Steinarr var þar til dæmis með annan fótinn í mörg ár. Mér er kunnugt um að Kristinn hlaut mikið álas úr ýmsum áttum fyrir að birta ljóð hans og dást að þeim í þokkabót. Þeir sem standa að víðlesnasta blaði landsins munu hinsvegar ekki hafa uppgötvað skáldskap Steins fyrr en skömmu áður en hann dó. Hvaða íslenzkir höfundar höfðu helzt áhrif á ritstörf þín á unglings- árunum? Blessaður vertu, ég endist ekki að telja þá alla! Jón Thoroddsen, Jón Trausti og Einar H. Kvaran skiftu mér á milli sín þegar ég var á fermingaraldri. Litlu síðar varð ég mjög hrifinn af sumum verkum Gunnars, Kristmanns og Kambans, Sigurðar Nordals, Kiljans og Þór- bergs, Jóhannesar úr Kötlum, Davíðs og Tómasar. Mér finnst nauð- synlegt að rifja upp fyrir mér Snorra og Sæmundareddu öðruhverju, íslendingasögur og þjóðsögur, Ijóð Jónasar, Þorsteins og Einars. Ég er sem sé ekkert frábrugðinn hversdagslegum mönnum, sem eitthvað lesa á annað borð, og skammast mín sízt fyrir að játa, að margt í bók- menntum okkar, fornum og nýjum, hefur haft djúprætt áhrif á mig. Birtingur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.