Birtingur - 01.12.1958, Side 5

Birtingur - 01.12.1958, Side 5
ur í Þrastaskógi þegar ég var innan við fermingu, en Benedikt hér í Reykjavík vorið 1934. Nú eru báðir þessir vinir mínir látnir. Kynntistu snemma rithöfundum? Ekki að neinu ráði fyrr en á útmánuðum 1936, að ég var kominn i hópinn, sem stóð að Rauðum pennum, orðinn heimagangur hjá Kristni Andréssyni og farinn að skunda vestur í Unuhús á síðkvöldum ásamt Jóni úr Vör. Við Jón urðum fljótt miklir mátar og þurftum nauð- synlega að hittast á hverjum degi til að bera saman bækur okkar. Gáfaður maður, sem horfði eitt sinn á eftir okkur á götu um þessar mundir, lét svo umirælt, að hann hefði aldrei séð montnari pilta. Ég er líka á því, að við höfum verið nokkuð tindilfættir, enda ungir, óreyndir, síyrkjandi og bjartsýnir, þrátt fyrir kreppu, nazisma og styrjaldarhættu, báðir sannfærðir um að bræðralagshugsjón sósíal- ismans yrði búin að sigrast á hverskonar villimennsku og rangsleitni í mannheimi eftir örfá ár. Síðan hófst harmleikur Spánar, Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Kreppan hér heima — nei, það var ekkert lát á henni fyrr en styrjöldin var skollin á. Mér er nær að halda að ýmsir hefðu lagt árar í bát, ef Kristins Andréssonar hefði ekki notið við og Þóru Vigfúsdóttur konu hans. Þau hjón brutu sig blátt áfram í mola fyrir skáld og rithöfunda, hvort sem um var að ræða þjóðfræga snillinga eða vonarpening á útigangi, neituðu sér um flest til að geta liðsinnt þessum mönnum, örvuðu þá og studdu, buðu þá velkomna á heimili sitt frá dagmálum til miðnættis. Steinn Steinarr var þar til dæmis með annan fótinn í mörg ár. Mér er kunnugt um að Kristinn hlaut mikið álas úr ýmsum áttum fyrir að birta ljóð hans og dást að þeim í þokkabót. Þeir sem standa að víðlesnasta blaði landsins munu hinsvegar ekki hafa uppgötvað skáldskap Steins fyrr en skömmu áður en hann dó. Hvaða íslenzkir höfundar höfðu helzt áhrif á ritstörf þín á unglings- árunum? Blessaður vertu, ég endist ekki að telja þá alla! Jón Thoroddsen, Jón Trausti og Einar H. Kvaran skiftu mér á milli sín þegar ég var á fermingaraldri. Litlu síðar varð ég mjög hrifinn af sumum verkum Gunnars, Kristmanns og Kambans, Sigurðar Nordals, Kiljans og Þór- bergs, Jóhannesar úr Kötlum, Davíðs og Tómasar. Mér finnst nauð- synlegt að rifja upp fyrir mér Snorra og Sæmundareddu öðruhverju, íslendingasögur og þjóðsögur, Ijóð Jónasar, Þorsteins og Einars. Ég er sem sé ekkert frábrugðinn hversdagslegum mönnum, sem eitthvað lesa á annað borð, og skammast mín sízt fyrir að játa, að margt í bók- menntum okkar, fornum og nýjum, hefur haft djúprætt áhrif á mig. Birtingur 3

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.