Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 30
vitni töluverðri grósku. Síðan hafa að vísu komið fram allmörg skáld, langflest þeirra verið ágætlega nútímaleg, og á síðastliðnu ári kemur loks ný „flóðbylgja“: ég man í svipinn eftir 7 — ekki færri en sjö — skáldum sem gefa út óhefðbundin ljóð það ár. En því miður get ég ekki komizt vægilegar að orði um langflestar þessara bóka: þær bæta engu við vöxt og þróun íslenzks nútímaljóðs. Þó er rétt að undan- skilja sérstaklega eina bók: ljóðabók Jóns Óskars, sem ber langt af hinum. Nú vil ég beina þeirri spurningu til ykkar, hvort þið séuð mér sammála um það, að þróun íslenzks ljóðskáldskapar hafi orðið allmiklu minni en vonir stóðu til, og ef svo er — hvaða orsakir geti þá til þess legið. Jón úr Vör: Vissulega er ástæða fyrir okkur og aðra áhugamenn um þessi efni að velta þessum spurningum Hannesar fyrir sér, enda hygg ég að flestir okkar hafi gert það oft og mörgum sinnum. Ef ég misskil þig ekki, Hannes, virðist þér minna hafa orðið úr okkur formbyltingarfrum- herjunum en efni stóðu til og yngri mennirnir, sem sömu stefnu hafa tekið, hafa minna til málanna að leggja eða til brunns að bera en vænta mætti. Nokkuð hefur þú hér til þíns máls, en mér þykir sem þú varpir fullmiklum ljóma á forystuhlutverk okkar fimmmenninganna, sem þú nefndir, en hins vegar gæta of mikils bölmóðs gagnvart hinum ungu. Við hinir eldri njótum þess, að við erum komnir í hæfilegan fjarska frá fyrstu sporum okkar eða þeim sporum sem við mörkuðum í sand- inn. Það er vissulega hægt að dæma okkur, en varla hina sem hafa ekki sýnt annað en barnabrekin. En hvar stöndum við í tímanum, við hinir eldri og þeir ungu? Bragi: Ég er þér ósammála í svotil öllum atriðum, Hannes. Ég tel árið 1951 ekki slíkt merkisár í nýrri ljóðbókmenntum okkar sem þú virðist gera. Með örvalausum boga og Imbrudagar sættu að mínu áliti hvergi nærri sömu tíðindum og næstu bækur ykkar Jóns þar á undan: Þorpið (1946) og Dymbilvaka (1949). Þær voru ásamt Tímanum og vatninu, ljóðum Jóns Óskars, Anonymusar, Sigfúsar og Stefáns Harðar fyrirboðar byltingar í íslenzkri ljóðagerð, og öll þróunin seinasta áratug hefur staðfest svo rækilega sem verða má, að straumhvörf voru í aðsigi: í hefðbundnum stíl fæðist hér ekkert lengur nema afturúr-kveðskapur sem enginn nútímamaður getur litið við, en nútímaljóðlistin er og hefur allt frá stríðslokum verið vaxtarbroddur íslenzks ljóðskáldskapar. Enhvað um þögn ykkar brautryðjendanna, sumra hverra? Mér finnst þú ekki hafa fært fram neinar líkur hvað þá sannanir fyrir því, að hún stafi frá agnúum á nútímaljóðlistinni. Þagnarbil eru algeng í lífi skálda og ekkert undrunarefni í sjálfum sér: þau eru venjulega biðtími, sam- bærilegur við hvíldarskeið í náttúrunni. Ég held, að að því leyti sem þögn ykkar verður ekki skýrð með þessum hætti, megi rekja hana til 28 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.