Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 88

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 88
Ben.) Aðdáunarvert hve vel prófessorinn talaði íslenzku, þetta er fyrsta ferð hans hingað, ekki veit ég til hann hafi haft samband við íslendinga utan hvað hann lærði eitthvað í íslenzku hjá Sigurði Þór- arinssyni dr. í Svíþjóð fyrir nokkrum ár- um. Prófessorinn flutti nefnilega fyrir- lestur á ágætri íslenzku, hann talaði um leiklistarlífið í Frakklandi í dag. Það er nýtt fyrir okkur að heyra málfræðilegan sérfræðing tala með tilþrifum um lifandi líf í menningunni, oftast hugsum við okkur svoleiðis fólk bak við járnsteyptar örygg- ishurðir í rannsóknarstofum sínum skeyt- andi saman dauð slitur í von um að ráða með því lífsgátuna, þangað beri ekki óm- inn af því sem lifir í veröldinni í dag. Fyrirlestur þessa franska prófessors var svo notalega kryddaður fyndni og svo laus við hlúnkandi skólamannahátíðleika sem leiðir huga manns stundum að stirð- um hreyfingum þeirra risadýra fortíðar sem lífið hefur löngu afþakkað. Það er nefnilega hægt að fræða fólk án þess að byrja á því að bera vélpumpu að vitum sér og þenja sig sjálfan allan út í ballón- istiskt og húmorlaust mikilvægi. Æskufjör í Háskóla Og þegar ég heyrði þennan fyrirlestur fór ég að hugsa um hvað Háskóli Islands orkar lítið á líf fólks í landinu fyrir utan það að senda því embættismennina marga hverja hálfvánkaða af barnalegu póli- tisku ofstæki dinglandi á spotta einhverra stjórnmálaforingja sem eru einangraðir og innilokaðir í margföldum hring ung- menna sem gala það í eyru þeirra sem þau ætla að hljómi sætlegast í hlustum valds- ins. Háskóli Islands virðist klakstöð fyrir ákveðna tegund stjórnmálamanna sem 86 Birtingur veður uppi nú á dögum í landinu. Þeir skoppa áfram eins og ósökkvandi gúmmí- tappar eftir hentugum byr með einhvern flokkspappír fyrir segl og sæta lagi að sigla frá höfn eins bitlings í þá næstu, aldrei seinkar neinn þungi sannfæringar ferðinni um sælu-plan framans þar til hin hnöttóttu ungmenni hafna á miðjum aldri í hárimum þjóðfélagsins með elli- slappan líkama þrátt fyrir laxveiðar og golf og hugurinn svo óendanlega fátækur og hjartað svo snautt, og valdið svo mik- ið. Stundum má i-ekja næstum ákveðna rútu til stjórnmálaframans og upp- hafningarinnar: formennska í Orator, laganemafélaginu góða, formennska í stúdentaráði, formennska í Heimdalli, síðan í sambandi sjálfstæðra unglinga sem mig minnir að heiti Suss, ritarastarf i Stúdentafélagi Reykjavíkur, formennska í Stúdentafélagi Reykjavíkur, þar með má segja að þeir séu gonewith thewind, horfnir út úr þeim metabólisma sem ein- kennir líf tegundanna allt frá því sem greint verður í næmustu smásjám upp að þessari takmarkalínu. Fyrir hentugleika nefndi ég áðan ein stjórnmálasamtökin en reyndar er þetta allt sama geðlausa súpan. Hugsjóna- kraftur stúdentsæsku okkar bifar ekki björgum. Hann ógnar ekki hinum prúðu hærum bifurkollunnar heldur. I öllum öðrum löndum þykja stúdentarnir ekki alltof leiðitamir, og víða skipa þeir sér í fremstu sveitir þegar barizt er fyrir rétt- indamálum og hugsjónum, þaðan koma hinir snörpustu baráttumenn gegn kúg- un, og víða um heim þarf að loka há- skólum til að hemja bráðlæti þeirra. En í Háskóla íslands má varla á milli sjá hvorir eru ellimóðari í andanum stúdent-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.