Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 35
„Á okkar tímum (þegar vandamálin) geta stundum gert allt form hlægilegt, jafnvel allt mál...“ segir Sigfús Daðason (Til varnar skáld- skapnum). Og ennfremur: „Vantraust á formi, vantraust á máli, van- traust á orðum, krafan um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það er sett á pappírinn: það er vinnuaðferðin.“ f þessu felst heiðarleiki: tíminn hefur sett skáldunum ákveðnar for- sendur og þau yrkja samkvæmt þeim. En þegar til lengdar lætur er þetta ófrjótt viðhorf. Vantraust skáldsins á orðinu og algert áhrifa- leysi þess í þjóðfélagi nútímans — sem það samþykkir óbeint með sín- um innhverfa ljóðstíl — hlýtur að leiða til þess að skáldið finni æ sjaldn- ar hvöt hjá sér til að sinna þessari „þarflausu iðju“. Og nú eru senn liðin fjórtán ár frá stríðslokum. Kalda stríðið heldur áfram og atómöldin fellir skugga feigðarinnar yfir hnöttinn. Hugsjóna- öngþveitið hér á Vesturlöndum hefur enn færzt í aukana og tvískinn- ungux-inn í málflutningi þeirra ,,hugsjónamanna“, sem nú hafa líf heims- ins í hendi sér, orðið æ augljósari. Nútímaljóðið er jafn innhverft og fyrr og nær ekki út fyrir þröngan hóp — kannski hundrað manna. Hinsvegar er nýtt atriði komið til sögunnar: Skáldin gera sér nú ljóst að það er knýjandi nauðsyn að hefja sókn gegn þeim öflum sem teyma mannkynið æ lengra fram að hengiflugi nýrrar styrjaldar, enda blasir við alger tortíming ef til kæmi. Þannig er nútímaljóðið nú statt í sjálf- heldu: annarsvegar vantraustið á orðinu, hinsvegar brennandi þörfin til andófs, til uppreisnar. Það felst sem sé ákveðin mótsögn í því að yrkja á táknmáli og ætla þó orðum sínum að hafa bein og víðtæk áhrif. Og þá er ég kominn að svarinu við spurningu þinni í upphafi þessa spjalls, Einar Bragi: Mér finnst nútímaljóðið ekki fært um að gegna því hlutverki sem ljóðlistin á að gegna nú á dögum — af því að það er í eðli sínu jafninnhverft og þaðvar fyrir rúm- um áratug; vegna þess að það hefur ekki þróazt með tímanum og hlýtt kröfu hans um uppreisn. kveðið sér hljóðs, tekið af skarið! Ef nokkuð er hefur það orðið flysj- ungslegra — stundum hálf-rómantískt í líkingum og myndum (sbr. litasamstilliijgarnar í nýjustu bók eins „efnilegasta“ skáldsins), stund- um aðeins stílað upp á hnittilega orðaleiki og barnalega fyndni (sbr. höfundinn sem einu ungu skáldanna þykir hlýða að nefna í fleir- tölu þegar um er rætt). Ef ég ætti hinsvegar að nefna dæmi um ljóð- stíl sem ég tel æskilegri myndi ég nefna Ljós tendruð og slökkt í Guate- mala eftir Jón Óskar. Einhver ritdómari sagði að vísu um það kvæði að þannig mætti ekki yrkja — góð skáld væru gædd eiginleikum barns- ins og ættu ekki að skipta sér af stjórnmálum. En ég held því fram að þau skáld sem komin eru af barnsaldri ættu fremur að bregða við vandamálum samtíðar sinnar að hætti fullorðinna manna. Birtingur 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.