Birtingur - 01.12.1963, Qupperneq 18

Birtingur - 01.12.1963, Qupperneq 18
RÉGIS BOYER: TEILHARD DE CHARDIN Nafn Teilhard de Chardin er skyndilega á allra vörum. Þeir verða æ fleiri, sem álíta hann and- legan læriföður og leiðtoga okkar tíma, þennan katólska prest, sem í senn var innilegur trúmað- ur og snjall vísindamaður, en skeytti því engu alla ævi, að nafn hans væri óþekkt. Kenningar hans eru samþjappaðar að efni og snerta svo viðkvæm atriði, að katólska kirkjan sá sig til- neydda að taka þeim varlega, að ekki sé meira sagt. Mikið er nú rætt um þær, og er jafnvel hætt við, að nokkurri fordild bregði fyrir í þeim orðræðum. Þess vegna er nauðsynlegt að kynna ýtarlega þessar kenningar, sem sýna sanna trú og hvetjandi bjartsýni á tímum, sem hafið hafa til vegs hið fjarstæðukennda og alls konar efn- ishyggju. í þessum kenningum er á meistara- legan hátt gerð tilraun til að fella f eina heild margvísleg sjónarmið náttúrufræði og heim- speki. Höfundurinn hefur á hraðbergi og skýrir á sinn hátt áleitnustu spurningar okkar tíma og allra tíma um tilveru mannsins. Ættu kenn- ingar hans því að geta örvað nútímamanninn, sem gjarnan lætur hugfallast. Þeim er framar öllu teflt gegn þeim kvíða, sem með okkur býr, þær leita aukins skilnings á þeim ráðgátum, sem þrúga okkur. Þannig er reynt að vinna bug á því vonleysi, sem nær tökum á okkur í heimi, er verður sífellt ómennskari. Þær benda okkur á, hvert sé hlutverk mannsins hér í heimi og hver virðingarsess honum beri. í rauninni hafa kenningar Teilhard de Ghardin tvíþætt gildi, heimspekilegt að því leyti, sem höfundurinn staðfestir vísindalegu þróunarkenninguna, og háspekilegt að því leyti, sem hann tileinkar sér og réttlætir hina miklu uppgötvun nútímans, timann, fjórðu víddina, sem vekur okkur ugg. Æviatriði og rit Pierre Teilhard de Chardin er fæddur í þorp- inu Orcines í héraðinu Puy-de-Dóme, skammt frá Clermont-Ferrand, fæðingarbæ Pascals. Hann stundaði nám 'hj á Jesúítum og ákvað að ger- ast prestur. Sem Jesúíti stundaði hann guð- fræðinám í Jersey og Hastings á þeim tíma, er trúarfélög voru útlæg úr Frakklandi. En jafnframt gefur hann sig að vísindastörfum, og þeim varpar hann aldrei fyrir borð. Hann verð- ur mikilsmetinn jarðfræðingur og starfar að rannsóknum í Egyptalandi árin 1905 til 1908, síðan í Englandi og loks í París, þar sem hann gerist starfsmaður Náttúrugripasafnsins árið 1912. Hann tekur þátt í heimsslyrjöldinni verð- ur síðan prófessor í guðfræði við katólska há- skólann í París árið 1919. Þannig gefur hann sig alla ævi að guðfræði og vísindum í senn. Árið 1922 ver hann doktorsritgerð við vísinda- deild Parísarháskóla og tekst á hendur rann- sóknarferðir víða um heim, til dæmis í Kína og Mongólíu. Hann er einn þeirra, sem uppgötva „Pekingmanninn" (Sinanthropus) árið 1931 og tékur þátt í hinum fræga gula leiðangri til Chou- kontien, þar sem hann stjórnar uppgreftri þeim, er varpar nýju ljósi á steingervingafræði. Hann ferðast einnig til Indlands og Java. Hann verður ló BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.