Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 16
jafn hættulegir þjóðfélaginu, því að þeir geti
ekki samlagazt því. Luchino Visconti kemst
einnig að sömu niðurstöðu í sinni frábæru
kvikmynd, Rocco og bræður hans.
En Nazarin og Viridiana eru í rauninni sama
manneskjan. Viridiana fjallar um unga
konu í klausturskóla, sem ætlar sér að verða
nunna. Hún heimsækir frænda sinn á óðali
hans; hann blandar henni svefnlyf í því skyni
að njóta hennar, en gugnar og hengir sig síð-
an í sippubandi. Launsonur hans, Jorge, og
Viridiana erfa eignirnar og ætlar hún að verja
sínum hluta af óðalinu í góðgerðastarfsemi.
Hún safnar að sér betlurum og öðrum laus-
ingjalýð. En meðan þau Viridiana og Jorge,
ásamt vinnukonunni, eru að heiman, ráðast
flækingarnir til inngöngu í óðalið og brjóta
þar allt og bramla. I einhverju fífldjarfasta
atriði, sem sézt hefur á kvikmyndatjaldi, klæð
ist einn betlarinn í gervi Péturs postula undir
hljómfalli Messiasar eftir Hándel, og umrenn-
ingarnir stilla sér upp einsog Jesús og postul-
arnir í hinni heilögu kveldmáltíð meðan létf
úðardrós læzt ljósmynda söfnuðinn með því
að lyfta pilsum. Þegar Viridiana kemur heim,
ætlar einn betlaranna að nauðga henni, en
henni er naumlega bjargað. Viridiana gefst
upp; góðlyndi hennar hefur verið til einskis.
Bunuel er heiðingi og deilir því ekki á guð,
heldur á kaþólska trúarsiði, falskan mann-
kærleika og alls konar kreddur. Myndin er
einnig bitur ádeila á þjóðfélagsástand Spán-
arveldis og það furðulegasta við þessa mynd er,
að hún skuli einmitt vera gerð á Spáni. En sú
er ástæðan, að Franco einræðisherra bauð
þeim listamönnum heim, er flúið höfðu land.
Bunuel þáði boðið með því skilyrði, að hann
fengi að gera hvaða mynd sem væri. Hann
blekkti yfirvöldin með sakleysislegu handriti,
en þegar mönnum var farið að lengja eftir
myndinni, kvaðst hann ætla að senda hana til
Frakklands til að fullgera hana. Þannig bjarg-
aðist kvikmyndin frá eilífri glötun, og hlaut
hún síðan æðstu verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes 1961, en það var í fyrsta skipti,
sem Spánverjum var sýndur slíkur heiður. Að
vísu féll sá heiður ekki í góðan jarðveg hjá
ríkisstjórninni einsog vænta mátti, og ríkir
nú lögboðin þögn um þessa kvikmynd á Spáni.
Bunuel hverfur aftur til Mexíkó og gerir
Engil dauðans (E1 Angel Exterminador),
sem er jafnvel ennþá raunsærri og miskunnar-
lausari en öll hans fyrri verk. Bunuel skyggn-
ist djúpt inní mannssálina; hann sýnir okkur
úrkynjun mannsins x dag, formfast siðferði
hans og andlegt getuleysi. Maðurinn dregur
sig í skel sinnar eigin vitundar, afneitar öllum
úrlausnarefnum og felur sig í heimi blekk-
ingar og afturhaldsemi. Bunuel hlífir engum
og hverjum skyldi ekki svíða sárt undan þeirri
14
BIRTINGUR