Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 28
ATLI HEIMIR SVEINSSON: LISTAMANNALÍF I>afi er eklci auSvelt fyrir tónskáld a$ Iýsa viS- horfum sínurn til Iistarinnar í orðum. Mál þess er hljóðið, og verkin mynd þess af list- inni. Orðið getur aldrei komið í staðinn fyrir hljóðið, hljóðið aldrei í stað litsins og línunn- ar. Til eru þau svið mannlegs anda, sem orðið eitt getur tjáð, og önnur, sem aðeins verða túlkuð með hljóði, enn önnur sem aðeins litur og lína megna að tjá. Orðið, hljóðið, lit- urinn og línan eru mismunandi tjáningartæki, geta stundum komið f stað hvers annars, en ekki nærri alltaf. Vandamá listamanna í mis- munandi listgreinum eru lfk að sumu leyti, en ólík að öðru. Viðhorf listamanns til listar- innar eru ákaflega persónuleg og mótuð af starfi hans, því hann hefur við fátt annað að styðjast. Og það er erfitt að skoða eigin hug, þekkja sjálfan sig. Óvissa um markmið og öryggisleysi fylgja listamanninum alla ævi hans. Pað er enginn, sem getur sagt honum eða bent honum á, hvert ber að stefna. Oft veit listamaðurinn ekki sjálfur hvert hann á að stefna eða hvert hann stefnir. Það hefur engum tekizt að spá neinu um framtíð listarinnar, og hún breytist vanalega þveröfugt við það, sem vísustu menn halda. En kannski hugsar listamaðurinn ekki svo mikið um framtíðina, hvað þá heldur for- tíðina. Bandaríska tónskáldið Varése sagði þegar hann var spurður um framtíð tónlistar: „Ég hef engan áhuga á framtíð listarinnar nó fortíð, því ég er alltaf að fást við nútíðina." En þegar maður veit ekki hvernig næstu tíu sekúndur eiga að vera í tónverki og veltir því fyrir sér klukkutímum saman, þá sækja að þrálátar spurningar: Hvert ber að stefna? Já — hvert er markmiðið? Það er ekki unnt að gera áætlanir um framtíð listarinnar, því markmiðið er svo óljóst. Listamaðurinn veit aldrei hvers virði árang- urinn er af starfi hans, sem oft er þrotlaust og eflaust satt hjá Þórbergi, að aldrei hafi verið sett saman svo léleg bók á íslandi, að það hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en að stjórna togaraútgerð í heilt ár, að mig minnir. Þó eitthvert verk slái í gegn, njóti vinsælda og aðdáunar, þá þarf slíkt ekki að vera neinn mælikvarði á listrænt gildi þess, og er það oft ekki. Kannski er tíminn einn óskeikull list- dómari (vonandi þó?), en hann kveður fyrst upp dóm sinn, þegar höfundur verksins er allur. Ýmsir listamenn, sem ég þekki, óska þess af öllu hjarta, að verk þeirra lifi lengur en þeir, en mér finnst þetta hroki, dramb, yf- irlæti. Ég get varla hugsað mér annað en að þau verk, sem ég hef gert, hverfi um leið og ég af þessu tilveruplani, því þau eru svo samtengd mér og mínu lífi, svo mikill hluti af sjálfum mér. Þau eru kannski heldur ekki svo merkileg, 26 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.