Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 29
því ég veit ekki hetur en Iærftir og gáfaðir fagmenn hafi lýst því yfir á opinberum vett- vangi, að verri músík hafi varla verið sett saman af nokkrum manni hérlendis. Enginn listamaður fær að vita, hvort hann var liðtækur sem slíkur. Nú nægir ekki að vera ,,liðtækur“ á listasviðinu, þó annars staðar sé það látið gott heita. Listin viðurkennir enga meðalmenn, aðeins afburðamenn. Sæmilegur listamaður er enginn listamaður, þokkalegur ekki heldur, aðeins frábær. Og þeir eru ekki margir. Einn af tíu þúsund? Það er nefnilega ekki til önnur list en góð — já frábær list. Sæmileg list eða vond list er ekki list. Og er ekki nema von þó hvarfli að ýmsum, að þeir hefðu getað varið ævinni til einhvers gagn- legra, sem væri vænlegra til árangurs en að föndra við listsköpun. Sumir álíta að þeir séu misskildir af því að þeir njóta ekki almennrar viðurkenningar. Mér finnst ég ekki vera mis- skilinn þó ýmsir skammi mig. Það er til fólk, sem mér er ekki um að vera sammála. Og meðan það er á móti mér, þá skilur það mig rétt. Flest fólk vinnur sín störf í félasri við aðra að einhverju leyti. En listamaðurinn verður að vinna starf sitt einn, hann getur ekki leitað stuðnings né ráða hjá starfsbræðrum sínum, því sköpun er eitthvað óskaplega per- sónulegt, eitthvað, sem aðeins ein manneskja gat gert og engin önnur, á ákveðnum tíma, við vissar aðstæður. Verk eins og Diabelli-til- brigðin gat enginn annart gert en Beethoven og aðeins einu sinni — á því herrans ári 18 —, og jafnvel þótt hann sjálfur hefði samið þau ári síðar, hefði verkið orðið allt annað. Það er ekki háð vilja listamannsins hvenær listaverk verður til. Það getur enginn sezt niður og sagt: Ég ætla að gera listaverk, þ.e.a.s. snilldarverk. Kannski lætur verkið á sér standa, kannski snilldin, kannski hvorttveggja. Listamaður vinnur ekki starf sitt í tímavinnu né uppmælingu. Listamaður ræður ekki hvers konar verk hann vill gera eða hvenær hann gerir það. Tsékov ætlaði sér að skrifa gaman- leiki en þeir urðu harmleikir. Listamenn vita oft ekki hvernig þeir gera verk sín. Þeir muna það ekki, geta ekki gert sér grein fyrir því. Því þeir voru uppteknir við allt annað en fylgjast með sjálfum sér, þegar verkið varð til. Það veit enginn, hvernig list verður til. Við vitum kannski hver fyrir sig hvað list er, en það hefur ekki tekizt að efnagreina hana né finna formúluna fyrir henni. Hæfileikar til listsköpunar eru í raun og veru injög algengir. Allir eru snillingar í hugar- heimi sínum. En hæfileikinn til að koma hug- arsnilldinni óbrenglaðri út í heiminn, á papp- írinn eða léreftið, er mjög sjaldgæfur og or- sök þess, að allir eru ekki snillingar á lista- sviðinu. Ég vil kalla þennan hæfileika tækni. BIRTINGUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.