Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 32

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 32
TOINI HAVU: HALLDÓR LAXNESS OG HUGMYNDIR HANS Æskan er tfmi sjálfsdýrkunar: hinn ungi snillingur stingur höfðinu inn í sitt eigið ego, eins og það væri trog fullt með iðandi deigi; munnur, augu og eyru fyllast af hans eigin sjálfi. Fullorðinsárin eru tími annars konar sjálfsskoðunar, íhugulli og hlutlægari sjálfs- þekkingar. Það er þá, sem maður tekur af- stöðu til mannkynsins, tímans og alheimsins, sem nú á tímum er það sama og að segja eilífðin. Bók, sem fjallar um breytingar, verð- ur bók hins varanlega. Þá er einnig auðveldara að vera góður, ef góð- leikinn felst í því að vera sáttur við tilveruna og sjá aðeins hið góða í öðrum: að horfa í gegnum hin hæpnu afrek mannanna inn í kjarna sjálfsins, sem þrátt fyrir allt þráir hið góða. — Þegar Halldór Laxness kom síðast til Finnlands haustið 1960, sagði hann um sjálf- an sig: „Eftir því sem maður eldist, verður maður umburðarlyndari. Tilveran skiptist ekki lengur eingöngu í svart og hvítt. Maður sér aðeins fólk, og fólk er gott.“ Þess vegna segir hann, að meira að segja persónurnar í bókum hans nú orðið leggi sig fram um að vera góðar og ekkert annað. I.ao-Tse, einn af áhrifamestu kennurum Lax- ness, segir: „Sá sem lifir í sátt við sjálfan sig og umhverfið hefur höndlað eilífðina. Sá, sem hefur höndlað eilífðina, hefur eignazt sinn guð.“ Finnski rithöfundurinn Martti Merenmaa, sem líkt og Laxness hefur uppgötvað hinn platónsk-búddiska góðleik, fegurð og kærleika á efri árum, lýsir sams konar andlegum full- komleik í skáldsögu sinni Benjamín píla- grímur með þessum orðum: „Hin varanlega friðsæld fagurrar hugsunar." í þeirri skáld- sögu Laxness, þar sem hæfileikar hans sem episks höfundar njóta sín bezt að mínu áliti, Heimsljósi, ná þjáningar skáldsins há- marki í eins konar upprisu á fjallinu við sólaruppkomu: „Og fegurðin mun ríkja ein.“ Á þennan hátt gæti maður sagt lífssögu Hall- dórs Laxness, ef maður ætti að lesa hana af bókum hans og ritum. í ritgerð sinni „Bæk- ur“ frá 1928 hafði Laxness, þá enn ungur maður, öðlazt næga þekkingu til að geta sagt, að „bækur eru vitnisburður um sálarlíf mann- anna, sem hafa ritað þær“. Það var ekki fyrr en eftir að hafa lesið bæk- urnar, að ég kynntist höfundinum. Það vildi svo til, að einmitt sama daginn og Laxness lagði enn einu sinni leið sína um Finnland, í þetta sinn frá Sovélríkjunum, birtist fyrsti ritdómur minn um eina af bókum hans, sænsku útgáfuna af íslandsklukkunni, i blaði mínu Helsingin Sanomat. Þá hitti ég hann í eigin persónu í fyrsta sinn. Maður skyldi ekki trúa því, að þessi augljósi spjátrungur í 30 EIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.