Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 44

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 44
„harmonia" í listaverki. Lífið sjálft var álitið „harmonia" í eðli sínu. Þess vegna var það fagurfræðileg akademísk krafa, að hvert fyrir- bæri lífsins, jafnvel svo harmþrunginn og dramatískur atburður sem krossfesting Jesú, skyldi tjáð og sýnt í fögrum velstemmdum, þ.e.a.s. „harmoniskum" litum og formum. En svo var litið á, að „fagrir" væru litir aðeins þegar svörtu, gráu og brúnu var blandað í þá. Var það kallað að „stemma litina niður“. Form og litfræði þessarar stefnu hafa síðar meir djúp áhrif á verk Þórarins. Þórarinn uppgötvaði að vísu að loknum þremur námsárum, að til var „eitthvað skýrra eitthvað blárra“ í list þeirra „plein air“ mál- ara, er urðu fyrir áhrifum franska impress- ionismans. Hann gengur síðar í Málaraskóla Haralds Foss, er hann kemst í kynni við þessa nýju stefnu. Þó hefur hún lítil áhrif á hann. Þór- arinn var þegar mótaður sem listamaður. Hann hafði fengið það verkefni, sem átti síð- ar meir að verða ævistarf hans: að vera upp- hafsmaður hinnar íslenzku myndlistar. Hvað sem segja má á móti akademíu um alda- mótin, veitti hún þó nemendum sínum traust- an listrænan grundvöll, og á honum var síðar meir hægt að reisa hús íslenzkrar myndlistar. Að vísu væri ofmælt, að Þórarinn Þorláksson hafi staðið einn að því verki. Til þcss hrekkur líf eins manns ekki. Aðrir fetuðu í fótspor hans. Þ. Þ. fæddist árið 1867, Ásgrímur árið 1876, Jón Stefánsson árið 1881 og loks Kjarval árið 1885. Þ. Þ. er fyrsti íslenzki landslagsmálarinn. Af- staða hans til náttúrunnar er að hálfu leyti klassísk, að hálfu leyti rómantísk. Náttúran er fögur, tignarleg, guðdómleg. Eins og áður var getið er hún sköpuð í guðlegri „harmon- ia“. Því fer fjarri, að hún sé lengur hinn hat- rammi andstæðingur mannsins. Hinir niður- stemmdu litir Þórarins þjóna þessari „harm- oniu“. Ef hann notar stöku sinnum hreinni liti, finnst honum samkvæmt smekk tímans sem hann sé tilneyddur að rökstyðja slíkt lita- val. Rauða fjallshlíð, bleika jöklatinda mátti aðeins „sýna“ þegar kvöldsól skein. Hver lit- ur er bundinn sínum hlut og lýsir honum á náttúrufræðilegan hátt (steinn: grár, vatn: blátt, gróður: grænn). Hann þekkir ekki enn hinn glaðværa sólvermda lit Ásgríms og Jóns Stefánssonar, sem lýsir tilfinningum og er óháður hlutunum. Skuggarnir í myndum Þ. Þ. eru svartir eða blandaðir svörtu. Hann þekkir ekki hina lituðu skugga impressionist- anna, né heldur finnum við í myndum hans hrynjandi og gerð efnisins sem Kjarval upp- götvar seinna. Þ. Þ. byggir landslagsmyndir sínar eins og mikilfengleg leiksvið. Hann vinnur þær eftir traustum handverksreglum: •+2 UIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.