Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 9
r
verið þriðjungur af kaupi kennarans
miðað við kr. 500,00 vikukaup sem
hámark, þ. e. að aldrei hefur verið
greitt af hærra kaupi en þessu, enda
þótt kaupið kunni að hafa verið hærra.
Það venjulega hefur þá verið,að greidd-
ar hafa verið kr. 166,66 á viku miðað
við 36 stunda kennslu, en sums staðar
hafa laun kennarans verið lægri en kr.
500,00 á viku og þá hefur styrkurinn
orðið lægri sem því svarar. Sú breyt-
ing var gerð með hinni nýju reglugerð,
að ætíð væri miðað við sömu hlutfalls-
tölu, þannig, að þau félög, sem ráða
kennara fyrir lægra kaup en það sem
miðað er við, fá ekki fyrir það lægri
styrk en hin, sem hafa kaupdýrari
kennara. Á síðastliðnu ári var ákveðið
að styrkja garðyrkjunámskeið með
þessum sömu skliyrðum.
Matreiðslunámskeiðin eru hins veg-
ar styrkt með helmipgi 'af kaupi kenn-
arans miðað við kr. 690,00 kaup á viku,
þ. e. með kr. 345,00.
Eins og fyrr er sagt, þá er kaupið
miðað við það, að kennt sé 36 stundir
á viku og auk þess allt að tveggja
stunda undirbúningsvinna á dag. Víða,
einkum í kaupstöðum, er vinnutíminn
ekki svo langur, því að þar eru kvöld-
námskeið algengust, en þá er líka styrk-
upphæðin ákveðin eftir því. Þar sem t.
d. kennt er aðeins 18 stundir á viku,
þarf tvær vikur til þess að ná 36 stund-
um og þá er aðeins greitt af 500 kr.
kaupi fyrir tvær vikur.
Það var ákveðið að greiða ekki styrk
út á námskeið með færri nemendum
en 8, nema í mjög strjálbýlum héruð-
um. Þar mega nemendur fara niður í 6.
1 umræðunum um þetta mál kom
ýmislegt fram um tilgang saumanám-
skeiðanna, sem eru fyrst og fremst
kennsla, en svo mjög öðrum þræði
mikil hjálp fyrir heimilin. Einnig var
rætt um hinar mismunandi aðstæður
og erfiðleika húsmæðranna á því að
stunda námskeiðin reglulega, svo og
þau vandkvæði, sem eru á því að halda
regluleg námskeið, þar sem langt er
á milli bæja.
Hér er ekki rúm til þess að rekja
frekar það sem gerðist á formanna-
fundinum, en það er von allra þeirra,
sem vinna að málefnum kvenna, að
þessir fundir, þar sem eiga sæti for-
menn sambandanna alls staðar að af
landinu, megi verða til þess að efla
kvenfélögin og styrkja þau til áfram-
haldandi góðra og þjóðnýtra starfa.
hOsfreyjan 9