Húsfreyjan - 01.12.1954, Qupperneq 11
mátt vera þakklát fyrir að eiga slíkan
mann!
„Þú hefur alla tíð verið svoddan af-
bragðs spunakona“, sagði Maria. „Hérna
er hún Katrín í Austurey komin og hana
vanhagar svo um að koma ull í band.
Heldurðu, að þú hafir ekki tima til að
spinna dálítið fyrir hana? Þú færð það
vel borgað“.
Um leið og María saumakona sagði
þetta, gekk húsfreyjan í Austurey til Mar-
grétar og heilsaði henni vingjarnlega.
Margrét gamla trúði varla sínum eig-
in augum. Húsfreyjan á einu mesta höf-
uðbóli sveitarinnar kom og bað hana um
hjálp!
Það kom fát á hana, en þó stundi hún
upp, að hún skyldi reyna þetta. En fyrst
yrði hún að ganga úr skugga um, hvort
kambarnir sínir og rokkurinn væru not-
hæfir.
„Jæja, Margrét mín, ég lít þá inn til
þín einhvern daginn", sagði Katrín að
lokum og var fljótmælt, því að nú var
presturinn að koma og allir gengu í kirkj-
una.
Margrét gamla átti erfitt með að festa
hugann við ræðu prestsins. Hún var allt-
af að hugsa um starfið, sem í vændum
var, og hvort rokkurinn yrði nú sæmi-
lega þjáll. Og hún furðaði sig á því aft-
ur og aftur, að fólk úr austurhreppnum
skyldi vera farið að leita til þeirra, sem
bjuggu í bakkakotunum.
Samt sem áður hreifst hún á vissan
hátt af guðsþjónustunni og það svo, að
hún varð að þurrka sér um augun hvað
eftir annað.
Ekki var hún fyrr komin heim en hún
fékk Jón til að leita að kömbunum og
rokknum uppi á skemmulofti. Hvort
tveggja kom um síðir í leitirnar, og þótt
snældan væri heldur illa á sig komin,
tókst Jóni von bráðar að bæta úr því.
Margrét gamla var skjálfhent, meðan hún
hreinsaði rokkinn og setti á hann nýjar
snúrur, en þegar hún steig á slitna fóta-
fjölina og fann, að hvorugu var lengur
neitt að vanbúnaði, henni eða rokknum,
leið feginsandvarp yfir varir hennar.
En Jón hristi höfuðið og brosti. Hann
og kona hans höfðu gert allt, sem í þeirra
valdi stóð, til að hlífa gömlu konunni,
svo slitin sem hún var, en þá gerði hún
sér bara litið fyrir og fór að vinna fyrir
aðra. — Ojæja, henni var afþreying í
því og það var fyrir mestu.
Sama daginn kom Katrín í Austurey.
Margrét sá til hennar langt úti á vegi
og hún þóttist viss um, að fleiri mundu
veita þvi eftirtekt, hvert hún legði leið
sína.
Katrin hafði stóran ullarpoka meðferð-
is „og ég sendi bráðum meira“, sagði hún,
þegar hún hélt heimleiðis skömmu síðar.
Nú hafði Margrét gamla nóg að gera.
En svo oft hafði hún þeytt rokk um æv-
ina, að verkið reyndist henni leikur einn,
þegar hún var einu sinni byrjuð. Snæld-
an fylltist jafnt og þétt og við róandi
rokkhljóðið sveif hún inn í draumheima.
Hún lifði upp aftur í huganum fyrri daga,
þegar Jón og Lísa voru lítil og léku sér
á gólfinu við fætur hennar, — Jón, sem
nú var húsbóndinn á bænum, og hafði
hana í horninu hjá sér, og Lisa! — Já,
lánið hafði ekki leikið sérlega við Lísu
á æskuárunum, þó að ekki væri kannske
ástæða til að harma það lengur. Henni
leið vel nú orðið.
Brátt fór Margrét að raula við rokk-
inn, og varð henni fyrst á vörum vísa,
sem hún söng svo oft á yngri árum:
Þess bera menn sár
um ævilöng ár-----
En allt í einu hætti hún að syngja.
Það var engu líkara en hún væri að syngja
um örlög Lísu litlu. Röddin titraði og
henni vöknaði um augu. Æ, já, á þeim
hCsfre yjan 11