Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 18

Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 18
Piparkökur. KÓKÓSMAKRÓNUR 2 egg 150 g. sykur 200 g. kókósmjöl Eggin þeytt með sykrinum, þar til þau eru ljós og létt. JCókósmjölið hrært saman við. Sett með teskeið á smurða plötu. Bakað við meiri yfirhita í 10 mín. RÚSÍNUKÖKUR % bolli smjörlíki 1 — púðursykur 2 egg Safi og rifið hýði af einni appelsínu 2 bollar hveiti % tsk. salt 1 — natron 1 — kanel 1 — múskat 1 bolli hafragrjón 1 — rúsínur 1 — saxaðar hnetur Sáldið saman hveitið og allt kryddið. Hrærið smjörlíkið og sykurinn ljóst og létt. Bætið eggj- unum, appelsínusafanum og hveitinu í til skiptis og síðan appelsínuhýðinu, hafragrjónunum, rúsín- unum og hnetunum. Setjið deigið með teskeið á smurða plötu og ýtið létt ofan á kökurnar með gaffli. Bakið þær síðan við meðalhita 10—12 mín. DRAUMTERTA 3 egg 1 Yz dl. sykur % tsk. lyftiduft 2 msk. kakó 75 g. kartöflumjöl 18 HÚSFREYJAN Egg og sykur þeytt, þar til það er orðið að þéttri froðu. Kakó, kartöflumjöli og lyftidufti blandað saman og sáldað út í eggin. Bakað í smurðri pappírsskúffu við góðan hita. Kökunni hvolft úr pappírsskúffunni á sykri stráðan papp- ír, og ofnskúffu hvolft yfir hana, meðan hún er að kólna, svo að hún harðni ekki. Þegar kak- an er köld, er hún smurð með smjörkremi, og vafin upp. Kremið: 100 g. smjör 2 eggjarauður 150 g. flórsykur vanilla Smjörið hrært lint, flórsykurinn hrærður smátt og smátt út í, siðan eggjarauðurnar og vanillan. í staðinn fyrir smjörkrem er mjög gott að vefja tertuna saman með þeyttum rjóma, sem gott er að blanda söxuðum möndlum eða hnet- um saman við. Klippið niður nokkrar smjörpappírsræmur og leggið þær með jöfnu millibili á ská yfir tertuna. Sáldið síðan flórsykri yfir hana og takið svo ræmurnar burtu. MARENGSTERTA % bolli smjörliki % — sykur 4 eggjarauður 1 bolli lyftiduft 4 eggjahvítur 240 g. sykur M tsk. salt 1 msk. sitrónusafi 1 bolli aprikrósumauk eða annað gott aldin- mauk. Þeytturrjómi Smjörlíkið er hrært vel með sykrinum. Eggja- rauðurnar hrærðar saman við, ein og ein í senn. Hveiti og lyftiduft er sáldað og hrært saman við. Deiginu jafnað í tvö meðalstór tertumót. Eggjahviturnar eru stífþeyttar og síðan þeytt- ar áfram í a. m. k. 10 mín. Saltinu blandað í sykurinn. Sykurinn settur út í eggjahvíturnar, en aðeins ein matskeið i einu, og þeytt vel á eftir hverri skeið. Loks er sítrónusafanum blandað gætilega saman við. Eggjahvítudeigið á nú að vera þykkt og dálítið seigt. Því er nú sprautað laglega ofan á deigið í mótunum. Ofninn er hafður lítið heitur (ca 150° C eða 250° F). Bezt er að hafa engan yfirhita, eftir að kakan er sett í ofninn, Kakan er nú bökuð ca 1 klst. 20 mín., og á þá marengið að vera ljósgult á lit og þurrt i gegn. Einnig er ágætt að baka botnana fyrst

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.