Húsfreyjan - 01.12.1954, Qupperneq 21
Heimilisþáttur
BÚU
M *4v»%%
Tll
TIL JOLAGJAFIRNAR
Árlega leggja margir stórfé í jólagjafir,
og það jafnvel þótt þeir hafi í rauninni
alls ekki efni á þvi. En burtséð frá fjár-
hagshliðinni, virðast fáir nú orðið íhuga
þá ánægju, sem felzt í því að búa til gjafir
handa öðrum, og þá ekki síður ánægj-
una við að fá slíka heimatilbúna gjöf.
Ekki þarf að skorta hugmyndir og leið-
beiningar til slíkra starfa, eins og nú
fæst mikið af alls kyns blöðum og bækl-
ingum (að vísu flestum erlendum) um
þessi efni, og margt geta börnin gert, jafn-
vel þótt lítil séu, fái þau aðeins efni til
þess að vinna úr, og dálitla tilsögn og
uppörvun hjá þeim fullorðnu, þegar verst
gengur. Uppástungur þær um jólagjafir,
sem hér birtast, eru sumar mjög einfald-
ar, svo sem t. d. hyrnan og blúndan, og
Ungbarnapeysa.
HÚSFREYJAN 21