Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 27

Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 27
Barnagaman Snemma í desember sækir mamma jóla- skrautið fram í geymslu. Börnin þyrpast x kringum hana, þegar hún kemur með stóra kassann inn í stofu, eftrivæntingin skín úr augum þeirra, og þegar mamma opnar kassann, eru margar hendur reiðubúnar að hjálpa henni að taka upp úr honum. Efzt er fallega gyllta stjarnan, sem ávallt er látin á topp jólatrésins, þá litlar öskj- ur með allavega litum glerkúlum, bjöll- "" 1 ■ i • 1 1 ♦ * « • Mynd 1. um og fuglum. Litlir jólasveinar úr ullar- bandi eru þarna líka, kertaklemmur og margt fleira fallegt. En hvar eru jóla- pokarnir? Jú, þarna í einu horninú eru fáeinir, en heldur eru þeir illa farnir, krukklaðir og blettóttir. Og nú rifjast upp fyrir þeim, hve litli bróðir var iðinn við að tæta þá á jólunum í fyrra. .„Ma'mma, mamma, við verðum að búa til marga nýja jólapoka“, segir Dísa litla. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.