Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 28
,,Já, það skulum við gera, Dísa mín“,
segir mamma, ,,og svo búum við kannske
líka til sitthvað fleira“. . . .
Og hérna sjáið þið hvað mamma, Bjössi
og Dísa búa til fyrir jólin. Stundum sezt
pabbi hjá þeim og tekur þátt í gamninu,
og jafnvel litli bróðir fær að vera með,
þótt ekki séu Bjössi og Disa alltaf hrifin af
,,hjálp“ hans.
Jólakörfur, rétthyrndar og hjartlaga. Þessar
körfur er auðvelt að búa til úr þykkum pappír
eftir teikningunni (mynd 1). Er hœfilegt, að
hver reitur sé 4 cm. á veg Sé mislitur pappír
ekki fyrir hendi, má lita hann fyrst, eða þá
skreyta körfurnar með ýmsu móti eftirá, t. d.
með því að lita á þær smámyndir eða líma á
þær jólalímmiða.
Fléttuð hjörtu eru búin til úr mislitum pappír,
helzt gljápappír. Þarf að viðhafa nákvæmni, þeg-
ar verið er að teikna þau, og verður að nota
til þess reglustiku með centimetrakvarða. Stærð
hjartnanna getur hver ráðið sjálfur. Sumum
þykir lítil hjörtu, 4—5 cm á breidd, fallegust,
en aðrir vilja heldur hafa þau nokkuð stærri,
7—8 cm. f hvert hjarta þarf tvö pappírsblöð,
sitt með hvorum lit, og eiga þau að vera þrisvar
sinnum lengri en þau eru breið. Eigi t. d. hjartað
að vera 8 cm á breidd, verður pappírinn að
vera 24 cm að lengd. Pappírsræmurnar eru
brotnar saman um miðjuna (liturinn látinn snúa
inn), síðan strikuð á þær nokkur strik (sjá
t. d. mynd 2, lOb—lOe) frá brotinu, 8 cm löng
og 2 mm betur, og klippt eftir þeim. Fer munstr-
ið á hjartanu eftir því, hvernig strikin skipta
fletinum. Þegar búið er að sníða báðar ræmurnar
(þær verða að vera nákvæmlega eins), er þeim
snúið við, þannig að liturinn snýr út, og síðan
er farið að flétta, eins og mynd 2, lOg sýnir.
Að lokum eru klipptir bogar á hjartað að ofan
og límt ó það hald að innanverðu.
Jólaengill. Mynd 3 sýnir fallegan lítinn jóla-
engil, sem bæði má nota sem borðskraut og
28 HÚSFREVJAN