Húsfreyjan - 01.12.1954, Qupperneq 33

Húsfreyjan - 01.12.1954, Qupperneq 33
er nýlega dáin, en ég hef annast hann eins vel og ég hafði vit á. Nú er ég hrædd- ur um, að ég sé að missa hann. Hann er þó sá eini, sem hefði getað gert mig að heiðarlegum manni“. Ræningiinn leiddi komma að hvílu barnsins innarlega í hellinum. Þar lá lít- ill drengur fárveikur af hitasótt. Konan beygði sig niðiur að barninu og strauk um enni þess. „Eg hef dregið saman svolítið af vatni“, hvíslaði ræninginn hásum rómi. „Viltu nú ekki lauga barnið þitt fyrst og svo drenginn minn á eftir?“ Konan kinkaði kolli. Svo afklæddi hún litla barnið sitt, sem var svo að segja nýfætt og laugaði það. Að því búnu tók hún veika drenginn ræningjans og bað- aði hann varlega úr sama vatninu. Þá gerðist allt í einu nokkuð merkilegt: Veiki drengurinn virtist skyndilega 'lifna við. Andardrátturinn varð rólegur og hita- sóttarroðinn hvarf úr kinnunum. „Pabbi“, hvíslaði drengurinn. „Nú er mér að batna“. Ræninginn starði orðlaus á gesti sína, manninn, konuna og barnið, en um höf- uð þess lék nú einkennilegur geislabaug- ur. Sá svartskeggjaði féll á kné. „Guð hefur sent ykkur inn í ljóta hell- inn minn“, stamaði hann. „Litla barnið ykkar hefur frelsað son minn. Nú ætla ég að byrja nýtt líf og reyna að verða góður maður“. Konan kinkaði kolli. „Barnnið mitt er sonur guðs“, sagði hún hljóðlega. „Hann heitir Jesús. Hann læknaði drenginn þinn af því, að í nótt hefur þú bjargað lífi okkar“. Næsta morgunn héldu þau áfram flótta sínum til Egyptalands, Jósef, María og barnið. Riddarar Heródesar höfðu alger- lega misst af slóð þeirra og höfðu snúið heimleiðis. Ræninginn stóð lengi kyrr og horfði ÚR ÝM5UM ÁTTUM FRÁ HÚSMÆÐRASKÓLUNUM Flestir húsmæðraskólanna tóku til starfa síð- ari hluta septembermánaðar eða í október. Þó mun Hallormsstaðaskóli eigi hefja starfsemi sína að fullu fyrr en um áramót, að lokinni viðgerð og umbótum á húsnæði skólans. Þeir eru því 9 húsmæðraskólarnir, sem þegar eru í fullum gangi og nemendur þeirra samtals um 350. Má því heita, að þeir séu að mestu fullsetnir. Svo sem kunnugt er starfar húsmæðraskólinn á Akureyri ekki, auk þess sem skóli Árnýjar Fil- ippusdóttur í Hveragerði mun að þessu sinni eigi starfa með sama hætti og undanfarin ár sem almennur húsmæðraskóli. Hins vegar mun þó skólastarfi fyrir ungar stúlkur verða haldið þar uppi í einhverri mynd, þótt „Húsfreyjan" hafi eigi getað enn aflað sér nánari upplýsinga um það. KVENFÉLAGASAMBAND ISLANDS 25 ÁRA Á öndverðu næsta ári eru liðin 25 ár frá því að Kvenfélagasamband íslands var stofnað. Á landsþingi K. í. síðastliðið ár var ákveðið að minnast afmælisins með einhverjum eftirminni- legum hætti t. d. með því að efna til móts fyrir formenn allra kvenfélaga innan sambandsins. Skyldi mót þetta haldið í Reykjavík. Nú hefur stjórn K. í. með bréfi dagsettu 7. október síðastl. tilkynnt félögunum þetta og lagt svo fyrir, að sem fyrst verði tekin ákvörðun um það í hverju félagi fyrir sig, hvort þátttaka verði frá þeirra hálfu í móti þessu. Þurfa öll kvenfélög að hafa tilkynnt þátttöku sína til formanns síns sam- bands fyrir næstu áramót. Ekki hefur fyrr verið efnt til svo fjölmenns á eftir þeim. Að baki hans var litli dreng- urinn hans að leika sér, fjörugur og ánægður, og alveg heill heilsu. „Já, þetta barn hlýtur að hafa verið sonur guðs“, tautaði ræninginn um leið og hann fleygði tígilhnífnum sínum eins langt í burtu og hann gat. (Lausl. þýtt úr dönsku). HÚSFREYJAN 33

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.