Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 3

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 3
Husfreyjxm r::"1,™, tltgefandi: Kvenfélagasamband íslands 'VtóluW,^ „Barn er oss íætt” Aðfangadagskvöld 1922 (Rœða eftir séra Harald Níelsson, flutt í Laugarnessspítala árið 1922). „Bani er oss fa’tt, sonur er oss gefinn; á lians herðum slial IwfOingja- dömurinn hvíla; nafn hans skal kallað undraráðgjafi, guðhetja, eilifðarfaðir, friðarhöfðingi". (Jes. 9, 6). Þessi spádómsorð langt aftan úr öldum stara á oss eins og fjarlæg stjarna ofan úr dimmbláma heiðríkrar nætur. Löngu fyrir Krists burð voru þau töluð — um barn, sem fæðast átti í framtíðinni. Nú finnst oss þau geta ekki átt við nema einn, þann sem jól- in eru helguð. Enn hefjum vér hátíðina með að minnast hans. Fyrst af öllu er gangan í Guðs hús, til þess að heyra frásöguna um fæðingu sveins- ins, sem leggja varð í jötu, af því að móðir hans var svo umkomulaus og vantaði vana- legt húsaskjól. Hugblær jólanna á upptök sín við jötuna, þar sem litla barnið hvílist, vafið fátæklegum flíkum. „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn". Svo hafa kristnar þjóðir ávarpað sjálfar sig og aðra á hverri jólahátíð öld eftir öld. Dimmblá heiðríkja umlýkur þau orð, djúpur hreinleikur næt- urhiminsins. Hver hefði trúað því hina fyrstu jólanótt, að barn hinnar fátæku móð- ur væri hinn fyrirheitni friðarhöfðingi og að á herðum hans ætti höfðingjadómurinn að hvíla? En þegar vér lítum nú aftur í tímann, þá sjáum vér þess hvarvetna merki, að hann hefir náð meira valdi yfir hugum einstaklinga og þjóða en nokkur annar, sem lifað hefir á þessari jörð — að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Og þó hvíldi aldrei neinn höfðingjadómur veraldlegs valds á herðum hans; hann hlaut háðung, fyrirlitn- ing og spott alls fjöldans í stað lýðhylli, hin eina kóróna, er sett var á höfuð honum, var þyrnisveigurinn — ímynd smánar og hinn- ar dýpstu lægingar. En nú er smánarmerkið orðið heilagt tákn æðra valds en nokkurs Húsfreyjan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.