Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 3
Husfreyjxm
r::"1,™, tltgefandi: Kvenfélagasamband íslands 'VtóluW,^
„Barn er oss íætt”
Aðfangadagskvöld 1922
(Rœða eftir séra Harald Níelsson, flutt í
Laugarnessspítala árið 1922).
„Bani er oss fa’tt, sonur er oss gefinn; á lians herðum slial IwfOingja-
dömurinn hvíla; nafn hans skal kallað undraráðgjafi, guðhetja,
eilifðarfaðir, friðarhöfðingi". (Jes. 9, 6).
Þessi spádómsorð langt aftan úr öldum
stara á oss eins og fjarlæg stjarna ofan úr
dimmbláma heiðríkrar nætur. Löngu fyrir
Krists burð voru þau töluð — um barn, sem
fæðast átti í framtíðinni. Nú finnst oss þau
geta ekki átt við nema einn, þann sem jól-
in eru helguð. Enn hefjum vér hátíðina með
að minnast hans.
Fyrst af öllu er gangan í Guðs hús, til
þess að heyra frásöguna um fæðingu sveins-
ins, sem leggja varð í jötu, af því að móðir
hans var svo umkomulaus og vantaði vana-
legt húsaskjól. Hugblær jólanna á upptök
sín við jötuna, þar sem litla barnið hvílist,
vafið fátæklegum flíkum. „Barn er oss
fætt, sonur er oss gefinn". Svo hafa kristnar
þjóðir ávarpað sjálfar sig og aðra á hverri
jólahátíð öld eftir öld. Dimmblá heiðríkja
umlýkur þau orð, djúpur hreinleikur næt-
urhiminsins. Hver hefði trúað því hina
fyrstu jólanótt, að barn hinnar fátæku móð-
ur væri hinn fyrirheitni friðarhöfðingi og
að á herðum hans ætti höfðingjadómurinn
að hvíla? En þegar vér lítum nú aftur í
tímann, þá sjáum vér þess hvarvetna merki,
að hann hefir náð meira valdi yfir hugum
einstaklinga og þjóða en nokkur annar, sem
lifað hefir á þessari jörð — að minnsta kosti
í hinum vestræna heimi. Og þó hvíldi aldrei
neinn höfðingjadómur veraldlegs valds á
herðum hans; hann hlaut háðung, fyrirlitn-
ing og spott alls fjöldans í stað lýðhylli, hin
eina kóróna, er sett var á höfuð honum, var
þyrnisveigurinn — ímynd smánar og hinn-
ar dýpstu lægingar. En nú er smánarmerkið
orðið heilagt tákn æðra valds en nokkurs
Húsfreyjan
3