Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 13
framandi, er þar hlaut að vera. Þar uxu stór tré, jafnvel stærri en í Vaglaskógi, og þar voru ræktuð falleg blóm í gluggum. Líklegt má telja að Sigurður á Drafla- stöðum hafi sagt börnum sínum frá trjáa- og blómarækt Akureyringa. Svo rík virðist sú hneigð í niðjum hans. Litla smalastúlkan hefur kannski vitað, að á höfðanum fyrir of- an kirkjuna var kirkjugarðurinn. Þar hlaut hún sitt hvílurúm 28. september síðastl., kyrran haustdag, eftir langt og starfsamt líf. Við vitum ekki hvaða sýnir báru fyrir augu ungu stúlkunnar á heiðinni forðum. Enginn veit, hver áhrif fegurðin hefur á mannssálina, né hvort vissir staðir hafa meira aðdráttarafl fyrir þennan eða hinn. Hitt er vitað, að Jóninna frá Draflastöðum fer í Kvennaskólann á Akureyri. A Akureyri vann hún síðar sitt mikla ævistarf. Jóninna heldur áfram að læra. Með lítil fararefni fer hún til Noregs. Það mun hafa verið henni mik- ill styrkur að njóta stuðnings og leiðsagnar síns mikilhæfa bróður Sigurðar, síðar bún- aðarmálastjóra. Hann var þá við sitt búnað- arnám. Frá Noregi fer Jóninna til Dan- merkur í Husholdningsskole Vællegárd í Sorö, síðar í „Statens Lærerhöjskole" í Kaup- mannahöfn. Það er óhætt að fullyrða að Jóninna var vel menntuð í „húsmæðrafræð- um", er hún kom heim að loknu námi. Næstu vetur hefur hún námskeið víða um Norðurland. Þá stofnaði hún húsmæðraskóla á Akureyri í húsi Ræktunarfélags Norður- lands-Gróðrastöð, og starfaði hann í 4 vet- ur, fullskipaður. Við sjúkrahúsið Gudm. Minde var hún ráðskona í 4 ár. Um 30 ára skeið starfrækti hún Hótel Goðafoss af mikl- um myndarskap. Víðförull maður lét þau orð falla við ritara þessarar greinar, „að sér hefði hvergi liðið betur á hóteli en hjá frk. Jón- innu á Goðafossi, þótt gist hefði hann góð hótel víða erlendis". Jóninna Sigurðardóttir var jafn fær um að standa fyrir veizlum höfð- ingja og veita ferðlúnum manni aðhlynn- ingu og góðan beina. Það var aldrei hávaði né óregla á hennar stóra heimili, því hönd- in var styrk, er stjórnaði og þolinmæði og hógvært geð mótaði allt heimilislífið. Nokkur síðustu árin bjó hún í húsi sínu við Oddagötu og hafði matsölu. Þar var hún sem móðir, er allir virtu og dáðu. Ahugamál frk. Jóninnu munu hafa ver- ið mörg, þótt ekki hafi hún alltaf verið með þau á vörunum, því að hún var kona fá- orð. Menntun húsmæðra í landinu var það málið, er hún vann fyrir langan ævidag. Hún gaf út matreiðslubók, og sýnir það vinsæld- ir þeirar bókar, hve oft er búið að prenta hana. Um margra ára skeið var Jóninna próf- dómari við hinn ágæta húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði. Hún beitti sér af al- hug fyrir stofnun og starfrækslu húsmæðra- skóla hér í bæ. Henni var Ijóst, hve miklu varðar menntun ungu stúlknanna okkar. — Verðugt væri, að konur á Akureyri tækju höndum saman, og beittu sér fyrir endurreisn Húsmæðraskólans, og heiðruðu á þann hátt minningu Jóninnu Sigurðardóttur. Fljótt eftir heimkomuna frá Danmörku tók Jóninna þátt í samtökum Þingeyzkra kvenna um stofnun kvenfélags-sambands í Suður-Þingeyjarsýslu. A Akureyri gekk hún í Kvenfélagið Hlíf, og var formaður þess félags um skeið; þar, sem annars staðar, var hún hin trausta hug- sjónakona, er lagði öllum góðum málum lið. Hún var kjörin heiðursfélagi á fimmtugustu árstíð Kvenfélagsins Hlífar, og hennar var minnzt með virðingu og þakklæti á fundi í félaginu 18. október síðastliðinn. Frk. Jóninna giftist ekki né eignaðist börn, en hún ól upp 3 systur, dætur þeirra hjóna Laufeyjar Jónsdóttur og Jóns Kristjánssonar, en þessi góðu hjón áttu lengi samleið með Húsfreyjan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.