Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 13
framandi, er þar hlaut að vera. Þar uxu stór
tré, jafnvel stærri en í Vaglaskógi, og þar
voru ræktuð falleg blóm í gluggum.
Líklegt má telja að Sigurður á Drafla-
stöðum hafi sagt börnum sínum frá trjáa-
og blómarækt Akureyringa. Svo rík virðist
sú hneigð í niðjum hans. Litla smalastúlkan
hefur kannski vitað, að á höfðanum fyrir of-
an kirkjuna var kirkjugarðurinn. Þar hlaut
hún sitt hvílurúm 28. september síðastl.,
kyrran haustdag, eftir langt og starfsamt líf.
Við vitum ekki hvaða sýnir báru fyrir
augu ungu stúlkunnar á heiðinni forðum.
Enginn veit, hver áhrif fegurðin hefur á
mannssálina, né hvort vissir staðir hafa meira
aðdráttarafl fyrir þennan eða hinn. Hitt er
vitað, að Jóninna frá Draflastöðum fer í
Kvennaskólann á Akureyri. A Akureyri vann
hún síðar sitt mikla ævistarf. Jóninna heldur
áfram að læra. Með lítil fararefni fer hún
til Noregs. Það mun hafa verið henni mik-
ill styrkur að njóta stuðnings og leiðsagnar
síns mikilhæfa bróður Sigurðar, síðar bún-
aðarmálastjóra. Hann var þá við sitt búnað-
arnám. Frá Noregi fer Jóninna til Dan-
merkur í Husholdningsskole Vællegárd í
Sorö, síðar í „Statens Lærerhöjskole" í Kaup-
mannahöfn. Það er óhætt að fullyrða að
Jóninna var vel menntuð í „húsmæðrafræð-
um", er hún kom heim að loknu námi.
Næstu vetur hefur hún námskeið víða um
Norðurland. Þá stofnaði hún húsmæðraskóla
á Akureyri í húsi Ræktunarfélags Norður-
lands-Gróðrastöð, og starfaði hann í 4 vet-
ur, fullskipaður. Við sjúkrahúsið Gudm.
Minde var hún ráðskona í 4 ár. Um 30 ára
skeið starfrækti hún Hótel Goðafoss af mikl-
um myndarskap. Víðförull maður lét þau orð
falla við ritara þessarar greinar, „að sér hefði
hvergi liðið betur á hóteli en hjá frk. Jón-
innu á Goðafossi, þótt gist hefði hann góð
hótel víða erlendis". Jóninna Sigurðardóttir
var jafn fær um að standa fyrir veizlum höfð-
ingja og veita ferðlúnum manni aðhlynn-
ingu og góðan beina. Það var aldrei hávaði
né óregla á hennar stóra heimili, því hönd-
in var styrk, er stjórnaði og þolinmæði og
hógvært geð mótaði allt heimilislífið.
Nokkur síðustu árin bjó hún í húsi sínu
við Oddagötu og hafði matsölu. Þar var hún
sem móðir, er allir virtu og dáðu.
Ahugamál frk. Jóninnu munu hafa ver-
ið mörg, þótt ekki hafi hún alltaf verið með
þau á vörunum, því að hún var kona fá-
orð.
Menntun húsmæðra í landinu var það
málið, er hún vann fyrir langan ævidag. Hún
gaf út matreiðslubók, og sýnir það vinsæld-
ir þeirar bókar, hve oft er búið að prenta
hana.
Um margra ára skeið var Jóninna próf-
dómari við hinn ágæta húsmæðraskóla á
Laugalandi í Eyjafirði. Hún beitti sér af al-
hug fyrir stofnun og starfrækslu húsmæðra-
skóla hér í bæ. Henni var Ijóst, hve miklu
varðar menntun ungu stúlknanna okkar. —
Verðugt væri, að konur á Akureyri tækju
höndum saman, og beittu sér fyrir endurreisn
Húsmæðraskólans, og heiðruðu á þann hátt
minningu Jóninnu Sigurðardóttur.
Fljótt eftir heimkomuna frá Danmörku
tók Jóninna þátt í samtökum Þingeyzkra
kvenna um stofnun kvenfélags-sambands í
Suður-Þingeyjarsýslu.
A Akureyri gekk hún í Kvenfélagið Hlíf,
og var formaður þess félags um skeið; þar,
sem annars staðar, var hún hin trausta hug-
sjónakona, er lagði öllum góðum málum lið.
Hún var kjörin heiðursfélagi á fimmtugustu
árstíð Kvenfélagsins Hlífar, og hennar var
minnzt með virðingu og þakklæti á fundi í
félaginu 18. október síðastliðinn.
Frk. Jóninna giftist ekki né eignaðist börn,
en hún ól upp 3 systur, dætur þeirra hjóna
Laufeyjar Jónsdóttur og Jóns Kristjánssonar,
en þessi góðu hjón áttu lengi samleið með
Húsfreyjan
13