Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 26
Nýr sníðaskóli
I haust tók til starfa sníðaskóli á vegum
Verzlunarinnar Pfaff í Reykjavík. Er þar
kennt samkvæmt Pfaff-sníðakerfi, sem mjög
mun hafa rutt sér til rúms í Þýzkalandi und-
anfarin rvö ár og sagt er vera einfalt, en þó
öruggt í notkun. Er hvert námskeið 24
kennslustundir og kennslan miðuð við að
gera nemandann færan um að sníða algeng-
an fatnað í eigin þarfir og fjölskyldu sinnar.
Fær hann til eignar grunnsnið í öllum stærð-
um til þess að vinna eftir og auk þess kennslu-
bók með myndum og skýringum. Fyrirhug-
að er að hafa viðbótarnámskeið (um 12 st.)
fyrir þá, sem vilja læra að sníða vandasam-
ari fatnað. Þess má geta að Pfaff gefur nú
út sérstök tízkublöð, og auk þess birta
Burda-blöðin að staðaldri Pfaff-fyrirmyndir
og snið. Kennari við sníðaskólann er Herdís
Jónsdóttir, handavinnukennari, en hún stund-
aði nám hjá Pfaff-verksmiðjunum í Þýzka-
landi síðastliðið sumar.
Jólaannir
Ætlið ykkur góðan tíma til jólaundirbún-
ingsins í ár, forðizt of mikið annríki og of-
þreytu. Hugsið um í tæka tíð, hvað þarf að
gera fyrir jól, hvað þarf að sauma af fatn-
aði, hvað á að kaupa tii heimilisins, hve
mikla hreingerningu þarf að gera í skamm-
deginu o. s. frv. Skipuleggið störfin og skrif-
ið niður á minnisblað jafnóðum, hengið
upp á vegg, þar sem þið hafið það fyrir aug-
um daglega. Til hagræðis koma hér nokkur
góð ráð til athugunar:
1. Ljúkið af öllum saumaskap svo sem
hægt er fyrir 1. desember.
2. Skrifið jólakortin snemma í des. og
hugsið fyrir póstsendingum.
3. Hugsið fyrir jólagjöfum sem fyrst og
búið um þær.
4. Takið til í fataskápum, athugið föt, sem
þurfa viðgerðar, farið með fatnað í
hreinsun og skó til skósmiðs í tæka tíð.
5. Þvoið glugga, gluggatjöld, dúka og þess
háttar.
6. Takið til í geymslum og búri og gerið
hreina eldhússkápa eftir þörfum.
Þessu öllu ætti að vera lokið viku eða
10 daga af desember.
7. Bakið smákökur, laufabrauð og annað
sem geymist vel.
8. Þvoið jólaþvottinn, gerið við og gang-
ið frá honum.
9. Gerið jólahreingerningu á stofum og
svöfnherbergjum, hreinsið og bónið
húsgögn eftir því sem við á.
10. Gerið hreint eldhús, baðherbergi og
ganga, eftir því sem þörf krefur.
11. Bakið tertur og mótkökur og búið vel
um þær, sem lengst á að geyma, í köss-
um eða málmpappír.
12. Undirbúið jólamatinn að svo miklu leyti
sem unnt er. Reynið að Ijúka þessu öllu
sem mest fyrir Þorláksdag, svo að góð-
ur tími verði til að koma fyrir jólatrénu
og jólaskrautinu, og hátíðasvipur og
helgiró færist yfir heimilið.
26
Hú sf r ey j an