Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 8
4*
| Minning
Frk. Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi
skólastjóri húsmæðrakennaraskóla Islands,
var fædd á Akureyri 17. ágúst 1904.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðs-
son skólastjóri á Hólum og síðar búnaðar-
málastjóri og kona hans Þóra Sigurðardótt-
ir. Þau hjón voru landskunn fyrir manndóm
og glæsimennsku og heimili þeirra mjög
rómað alla tíð.
Jafnframt því sem að bændaskóli og
menntasetur var á Hólum, var þar einnig
stórbúskapur. Var því mjög margmennt á
staðnum og talið að starfsfólk hafi skift fleiri
tugum. Þá var ekki sú vélaöld né tækni, sem
nú er orðin, en störfin utan húss og innan
varð að inna af höndum með mannafla.
Húsbóndinn var mikill hugsjóna- og
áhugamaður um öll framfaramál og hafði
því fjölmörgu að sinna, en húsfrúin annaðist
heimilisstjórn innanhúss með festu og ör-
yggj-
A þessu stóra, athafnasama heimili ólst
frk. Helga upp ásamt systkinum sínum. —
að bæta kjör þeirra, sem voru fátækir og
sjúkir. Hún var gift auðugum manni, sem
styrkti hana í fórnarstarfinu, en tengdamóðir
hennar var mjög andstæð. Eitt sinn, er Elísa-
bet var að laumast undan umsjá tengdamóð-
ur sinnar með mat handa fátækum, kallaði
tengdamóðirin á son sinn til þess að hann
fengi að sjá, hvað kona hans var að gera.
Hann gekk til Elísabetar og spurði, hvað hún
væri með. „Blóm”, svaraði hún brosandi.
Hann fletti slæðunni frá, þar sem hún faldi
matinn. Hann var þess fullviss, að hún væri
með brauð og kjöt. En, sjá! Þá skeði krafta-
verk. Elísabet var með fögur, lifandi blóm
í fanginu. Maður hennar tók blómin og
geymdi þau. Þau fölnuðu aldrei, en urðu
blómin ófeigu.
íslenzka þjóðin hefur orðið arftaki
margra ófeigra blóma, bæna og lofsöngva,
sem varðveitt hafa verið með líknarhöndum
og hlúð vel að. Fegurstu blómin hafa verið
íslenzku heimilin og íslenzku mæðurnar.
Þær hafa um aldirnar borið uppi íslenzkt
þjóðlíf og fært því dýrar fórnir og stórar
fórnir. Þjónustan við hið góða hefur verið
unnin í kyrrþey. Enn þá á íslenzka þjóðin
glæsilega arftaka, mæður og heimilisfeður,
sem fær eru um það að hrinda orðrómnum
um hnignandi heimili, vanrækslu í uppeldi
og trúmálum, kynslóð, sem fær er um að
varðveita heimilin, hin fegurstu íslenzku,
ófeigu blóm.
8
Húsfreyjan